Álftanesskóli endurbætur
Upplýsingasíða vegna aðgerða vegna rakaskemmda í Álftanesskóla.
Garðabær vinnur eftir ákveðnum verkferlum ef upp kemur grunur um myglu í húsnæði eða mannvirkjum sveitarfélagsins.
Verkfræðistofan Mannvit er Garðabæ til ráðgjafar varðandi sýnatökur, úrbætur og aðgerðir.
Endurbætur vegna rakaskemmda - verkferlar Garðabæjar - fræðsla um rakaskemmdir og myglu
Upplýsingar um verkefnið veita:
Anna María Skúladóttir, skólastjóri Álftanesskóla, annaskula@alftanesskoli.is
Edda Björg Sigurðardóttir, deildarstjóri grunn- og tónlistarskóla, eddabsig@gardabaer.is
Guðbjörg Brá Gísladóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs, gudbjorgbra@gardabaer.is
Ferill máls í Álftanesskóla
1) Sýni tekin í Álftanesskóla
Mánudaginn 9. janúar 2023 var starfsfólki og forráðamönnum kynntar niðurstöður úr sýnatökum á skólahúsnæðinu vegna möguleika á mygluskemmdum á afmörkuðu svæði í Álftanesskóla. Í samræmi við þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í hjá skólum bæjarins var ákveðið að fela verkfræðistofunni Mannviti það að taka sýni til rannsóknar.
Niðurstöður sýna að um er að ræða myglu og rakaskemmdir í fyrrverandi starfsmannarými sem áður hýsti meðal annars vinnustofu kennara. Þar hefur undanfarið verið aðstaða skólahjúkrunarfræðings en önnur notkun hefur ekki verið í rýminu í um tvö ár. Rekja má mygluna til ytri klæðningar sem er aðeins á þessu svæði í skólanum.
- Janúar 2023: Skýrsla Mannvit -úttekt og sýnataka í völdum rýmum
- Desember 2022: Resault of mold testing -Álftanesskóli
- Desember 2022: DNA Analysis of building
- Maí 2014: Álftanesskóli ástandmat
2) Staða verkefnis
Svæðinu sem um ræðir hefur verið lokað til að tryggja að hægt sé að koma í veg fyrir smithættu fram á ganginn og í nærliggjandi rými. Frekari sýnatöku lauk 17. janúar 2023 í skólanum.
Bréf til forráðamanna í Álftanesskóla
Fréttir
3) Næstu skref
Ráðist var í frekari sýnatöku til að meta hvort rakavandamál séu til staðar. Gert er ráð fyrir að niðurstöður þeirra mælinga liggi fyrir eftir 4-5 vikur frá sýnatöku.
Mannvit vinnur með bæjaryfirvöldum að aðgerðar- og kostnaðaráætlun vegna viðgerða á skólanum. Í samþykktri fjárhagsáætlun 2023 er gert ráð fyrir fjármagni til endurbóta á húsnæði stofnana bæjarins.