Hofsstaðaskóli - endurbætur

Upplýsingasíða vegna aðgerða vegna rakaskemmda í Hofsstaðaskóla

Garðabær vinnur eftir ákveðnum verkferlum ef upp kemur grunur um myglu í húsnæði eða mannvirkjum sveitarfélagsins.

Verkfræðistofan Mannvit er Garðabæ til ráðgjafar varðandi sýnatökur, úrbætur og aðgerðir.

Endurbætur vegna rakaskemmda - verkferlar Garðabæjar - fræðsla um rakaskemmdir og myglu

Upplýsingar um verkefnið veita:

Hafdís Bára Kristmundsdóttir, skólastjóri Hofsstaðaskóla, hafdis@hofsstadaskoli.is
Edda Björg Sigurðardóttir, deildarstjóri grunn- og tónlistarskóla, eddabsig@gardabaer.is
Guðbjörg Brá Gísladóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs, gudbjorgbra@gardabaer.is

Ferill máls í Hofsstaðaskóla

1) Sýni tekin í Hofsstaðaskóla

Í framhaldi af ábendingum um loftgæði í Hofsstaðaskóla voru tekin sýni í byrjun nóvember 2022 og þau send í greiningu. Samkvæmt niðurstöðum þeirra fannst mygla undir gólfdúk í þremur kennslustofum. Jafnframt greindist mygla í ryki í tveimur öðrum kennslustofum og hefur öllum fimm kennslustofunum verið lokað. Svo virðist sem rekja megi mygluna til eldri rakaskemmda í skólanum sem búið var að lagfæra.

Skýrslur:

2) Staða verkefnis

Mars 2023Alls hafa verið tekin 61 efnissýni og 52 DNA/ryksýni til að fá vísbendingar um það hvort mengun/mygla, sveppagró eða aðrar agnir frá rakaskemmdum væru í skólanum ( sjá heildarúttekt ). Samkvæmt niðurstöðum greininga voru ummerki um myglu að greinast í 18 af 61 efnissýnum og í í 23 af 52 DNA/ryksýnum. Ráðist hefur verið í mótvægisaðgerðir og endurbætur og hefur skólinn þegar fengið afhentar kennslustofur og rými sem hafa verið viðgerð.

Janúar 2023: Í kjölfar heildarúttektar á ástandi skólans (sem hófst í desember 2022) og niðurstöðu úr sýnatöku var gripið til þess ráðs að loka tveimur bekkjarstofum til viðbótar, tölvustofu og bókageymslu.  

Desember 2022: Fimm kennslustofum í Hofsstaðaskóla í Garðabæ var lokað þar sem mygla greindist í þeim í kjölfar sýnatöku í nóvember 2022.  Fimm færanlegar kennslustofur voru settar upp við skólann í byrjun janúar. 

Fréttir og tengt efni:

Bréf til forráðamanna í Hofsstaðaskóla


3) Næstu skref

Til að gæta að fullu öryggi starfsfólks og nemenda mun verkfræðistofan Mannvit ráðast í heildarúttekt á húsnæði Hofsstaðaskóla í  desember 2022, en sýnatöku lauk í janúar 2023. Framkvæmdir hófust í febrúar 2023 og standa enn yfir. Þær munu halda áfram út skólaárið og sumarið 2023.  

Úr fundargerð bæjarráðs Garðabæjar frá 14. desember 2022, 1. tl.:

Bæjarráð leggur áherslu á að fram fari vönduð heildarúttekt á húsnæði skólanna og ástand einstakra rýma skoðað m.t.t. til vísbendinga um mögulegar rakaskemmdir. Bæjarráð telur mikilvægt að unnið sé eftir uppfærðu verkferli og að starfsmenn, foreldrar og nemendur fá reglubundnar upplýsingar um stöðu mála. Þá áréttar bæjarráð að í samþykktri fjárhagsáætlun 2023 er gert ráð fyrir fjármagni til endurbóta á húsnæði stofnana bæjarins.


Öll rými húsnæðisins hafa verið skoðuð ítarlega til að meta hvort rakavandamál séu til staðar og sýni tekin þar sem þörf er talin á út frá niðurstöðum rakamælinga og ábendinga. Einnig fór fram nánari skoðun og sýnataka þar sem vísbendingar um gró greindust í ryksýnum og efnissýni voru tekin þar sem áður hafði greinst örveruvöxtur til meta umfang mengunar.

Gert er ráð fyrir að niðurstöður þeirra mælinga liggi fyrir í lok janúar og byrjun febrúar.
Mannvit vinnur með bæjaryfirvöldum að aðgerðar- og kostnaðaráætlun vegna viðgerða á skólanum.

Um heildarúttekt

  • Í heildarúttekt eru öll rými húsnæðisins ítarlega skoðuð ásamt þakrýmum til að meta hvort rakavandamál séu til staðar. Byrjað er á að sjónskoða öll rými og leitað eftir ummerkjum um mögulegar rakaskemmdir, um leið er framkvæmd rakaskimun með snertirakamæli á byggingahlutum til að kanna möguleika á raka. Einnig er hitamyndavél notuð í úttektinni til að leita eftir kuldabrúm og ummerkjum eftir raka. Þessi skoðun ásamt ábendingum frá starfsfólki og aðstandendum nemenda um mögulegan grun um rakaskemmdir í ákveðnum rýmum gefur starfsmönnum Mannvits fyrstu vísbendingarnar um ástand húsnæðisins.
  • Út frá þessum vísbendingum er ákveðið hvar og hvernig sýni eru tekin. Efnissýni eru tekin úr grunsamlegum byggingahlutum til þess að staðfesta hvort örveruvöxt sé til staðar í byggingaefninu eða ekki. Ryksýni og/eða DNA sýni eru tekin til að meta hvort vísbendingar um örverur (bakteríur, svepphlutar og gró) úr rakaskemmdu byggingarefni finnist í uppsöfnuðu ryki. Með þessari sýnatöku er leitað vísbendinga um það hvort mengun eins og lýst er ofar, hafi dreifst um rými sem sýni er tekið úr, eða ekki og þar með hvort inniloft rýmisins hafi innihaldið örverur frá rakaskemmdum sem gætu hafa haft áhrif á heilsufar notenda rýmisins eða ekki. Finnist vísbendingar um mengun frá rakaskemmdum í ryki er almennt mikilvægt að skilja hverjar orsakir þess eru og skoða rýmið betur til að útiloka nýjar eða eldri rakaskemmdir.
  • Í kjölfar niðurstaðna sýnatöku er metið hvort ástæða sé til frekari úttektar og sýnatöku. Ef mengun greinist í efnissýnum er einnig farið í frekari sýnatöku til að meta umfang mengunar í byggingahlutanum og hann opnaður ef þörf er talin á.