Húsnæðismál

Upplýsingar um félagslegar leiguíbúðir, húsnæðisstuðning og íbúðir fyrir aldraða

Fyrirspurnir um sérstakan húsnæðisstuðning má senda á:  husbot@gardabaer.is

Íbúðir fyrir aldraða

Á Hleinum í nágrenni við Hrafnistu í Hafnarfirði hefur stjórn Sjómannadagsráðs haft forgöngu um uppbyggingu lítilla raðhúsa. Reistar hafa verið 54 íbúðir, ýmist í eigu félagasamtaka eða einstaklinga. Skilyrði fyrir búsetu eru þau að íbúar séu 60 ára eða eldri og eiga þeir kost á ýmis konar þjónustu sem veitt er á Hrafnistu.

Upplýsingar eru veittar:
á skrifstofu Hrafnistu í Hafnarfirði
mánudaga til föstudaga kl.9-16
sími 565 3000.

Byggingarfélag eldri borgara hefur séð um framkvæmdir við fjölbýlishús sem hafa verið reist við Kirkjulund og Garðatorg. Þar eru samtals 43 íbúðir. Reiknað er með áframhaldandi uppbyggingu slíkra íbúða í bænum eftir því sem eftirspurn segir til um. 

Leiguíbúðir

Sótt er um félagslegar leiguíbúðir í Garðabæ á fjölskyldusviði Garðabæjar.

Reglur um úthlutun félagslegra leiguíbúða Garðabæjar og fylgiskjöl.

Sótt er um félagslegar leiguíbúðir á Þjónustugátt Garðabæjar.

Nánari upplýsingar veitir:
Fjölskyldusvið Garðabæjar,
s. 525 8500 (þjónustuver Garðabæjar)

Húsnæðisstuðningur

Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur sem eru ætlaðar til að aðstoða þá sem leigja íbúðarhúsnæði, hvort sem er í félagslega kerfinu, námsgörðum eða á hinum almenna leigumarkaði „út í bæ“.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun annast afgreiðslu húsnæðisbóta. Nánari upplýsingar um húsnæðisbætur eru á vefnum hms.is

Sérstakur húsnæðisstuðningur 

Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur til greiðslu á húsaleigu umfram almennar húsnæðisbætur sem veittar eru á grundvelli laga um húsnæðisbætur nr. 75/2016.

Garðabær annast afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings fyrir sína íbúa.

Forsenda fyrir sérstökum húsnæðisstuðningi hjá Garðabæ er að fólk hafi sótt um húsnæðisbætur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og fengið samþykkta umsókn.

Umsókn um sérstakan húsnæðsstuðning skal hafa borist eigi síðar en 20. dag fyrsta greiðslumánaðar. Ef umsókn berst seinna verða húsaleigubætur ekki greiddar vegna þess mánaðar. 

Fyrirspurnir um sérstakan húsnæðisstuðning sendist á netfangið: husbot@gardabaer.is

Lög um húsnæðisbætur nr. 75/2016

Reglur Garðabæjar um sérstakan húsnæðisstuðning.

Húsnæðisáætlun Garðabæjar

Húsnæðisáætlun Garðabæjar á að leitast við að tryggja að íbúar sveitarfélagsins hafi
öruggt húsnæði hvort sem fólk þarfnast stuðnings með sín húsnæðismál eða ekki. Í
áætluninni er horft til þarfa allra bæjarbúa, óháð stöðu, eignaformi, stærð og gæðum
húsnæðis.
Húsnæðisáætlun Garðabæjar var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar 21. febrúar 2019.