Viðburðir

Jólasögur og söngur 4.12.2021 13:00 Bókasafn Garðabæjar

Einstök jólasögu - og söngvastund með Þórönnu Gunný Gunnarsdóttur, söngkonu, verður á Bókasafni Garðabæjar laugardaginn 4. desember klukkan 13:00.

Lesa meira
 

Jólagjafir og jólapappír, fróðleikur og smiðja 5.12.2021 13:00 - 15:00 Hönnunarsafn Íslands

Fræðumst um jólin og búum til eigin jólapappír! Fróðleiks og hönnunarsmiðja með þjóðfræðingnum Dagrúnu Jónsdóttur og handverkskonunni og hönnuðinum Ásgerði Heimisdóttir sem kennir gestum að búa til jólapappír.

Lesa meira
 
Klassíski leshringurinn

Klassíski leshringurinn 7.12.2021 10:30 Bókasafn Garðabæjar

Klassíski leshringurinn hittist annan hvern þriðjudag kl. 10:30 undir stjórn Rósu Þóru Magnúsdóttur. 

Lesa meira
 
Kristinn Sigmundsson

Eftirlætislög Kristins Sigmundssonar - Safnaðarheimili Vídalínskirkju - neikvætt hraðpróf nauðsynlegt 8.12.2021 12:15 - 13:00 Tónlistarskóli Garðabæjar

Kristinn Sigmundsson gleður gesti á hádegistónleikum í safnaðarheimili Vídalínskirkju (ath. breytt staðsetning). Með Kristni leikur Matthildur Anna Gísladóttir á píanó. Kristinn hefur sett saman fjölbreytta dagskrá og svo sem flestir geti notið þarf að sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi. Aðgangur er ókeypis, grímuskylda og neikvætt hraðpróf nauðsynlegt.

Lesa meira
 

Andleg heilsa foreldra í barneignarferlinu | Foreldraspjall 9.12.2021 10:30 Bókasafn Garðabæjar

Eygló Björg Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur, kemur og spjallar við áhugasama um andlega heilsu foreldra í barneignarferlinu á Bókasafni Garðabæjar fimmtudaginn 9. desember kl. 10:30.

Lesa meira
 

Birgitta Haukdal les úr nýjustu Lárubókunum 11.12.2021 13:00 Bókasafn Garðabæjar

Hin ástsæla söngkona og rithöfundur Birgitta Haukdal kemur á Bókasafn Garðabæjar laugardaginn 11. desember kl. 13:00 og les upp úr nýjustu bókunum sínum um þau Láru og Ljónsa.

Lesa meira