Markmið/verkefnið í hnotskurn: Höfundur efnisins, Hanna Borg Jónsdóttir, kennari í Flataskóla, Garðabæ, hefur sett saman námsefni fyrir mannréttindafræðslu fyrir nemendur á miðstigi. Efnið þróaði hún með kennslu í Flataskóla. Styrkurinn var ætlaður til þess að þróa efnið enn frekar og finna leiðir til þess að setja efnið upp og koma því í rafræna útgáfu. Markmiðið var að koma því í sem besta dreifingu þannig að það nýttist sem allra flestum.
Lýsing á efninu:
Námsefni þetta hentar vel til kennslu í smiðjum fyrir nemendur á miðstigi í grunnskóla sem og fyrir almenna samfélagsgreinakennslu inni í bekkjum. Um er að ræða kennsluáætlanir fyrir 12 smiðjir. Efnið byggir á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Vefsíða: Efnið er aðgengilegt hér á námsgagnasíðu Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.
Lokaskýrsla - Réttindasmiðjan - réttindafræðsla fyrir miðstig grunnskóla