Miðstig grunnskóla: Mat á skólastarfi

Innritun í grunnskóla

Nemendastýrð foreldrasamtöl - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Náttúrugreinar Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2023-2024)

Markmið:

  • Að virkja nemendur í að hafa áhrif á sitt nám
  • Að nemendur þjálfist í að greina styrkleika sín
  • Að skapa jákvæð tengsl á milli kennara og nemanda
  • Að styrkja námsvitund og sjálfstæði nemenda
  • Að nemendur meti eigin líðan, og stöðu sína bæði náms- og félagslega
  • Að auka þátttöku nemenda í ákvarðanatöku
  • Að efla öryggi kennara í nýjum vinnubrögðum
  • Að styrkja samskipti kennara og nemenda
  • Að styrkja samskipti heimilis og skóla

Lokaskýrsla - Nemendastýrð foreldrasamtöl

Leiðsagnarmat í grunnskólum Garðabæjar - Fagmennska Fagmennska kennara Mat á skólastarfi

Álftanesskóli, Flataskóli, Garðaskóli, Hofsstaðaskóli og Sjálandsskóli (2017)

Markmið:
Að styðja kennara í innleiðingu á leiðsagnarmati á öllum námssviðum og í öllum árgöngum.
Í verkefninu var stefnt að því að:

  • allir kennarar nái sameiginlegum skilningi á því að leiðsagnarmat er námsmat sem er leiðbeinandi fyrir nemendur (og forráðamenn). 
  • allir kennarar þekki margvíslegar aðferðir og birtingarmyndir leiðsagnarmats og geti nýtt þær í sinni kennslu.
  • leiðsagnarmat sé nátengt þeim hæfniviðmiðum sem stefnt er að í náminu.
  • hæfniviðmið og leiðsagnarmat séu sýnileg nemendum og forráðamönnum allan námsferilinn t.d. í kennslustofum og samskiptakerfum skóla og heimila.
  • kennarar fái stuðning til að skilgreina leiðsagnarmatið í sinni kennslu, staðsetja það og hefja/þróa vinnu við það án þess að verkefnið verið of tímafrekt

Lokaskýrsla - leiðsagnarmat í grunnskólum Garðabæjar

Höldum áfram að þróa SKÍNANDI skóla - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði

Hofsstaðaskóli og Garðaskóli (2016)

Framhald á verkefninu SKÍN – Innra mat til eflingar faglegs skólastarfs (2015)

Markmið:

SKÍN er samstarfsverkefni kennara og stjórnenda í Garðaskóla og Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Markmið verkefnisins eru að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á seinna ári verkefnisins settu þátttakendur sér tvö yfirmarkmið til að vinna að um veturinn. Annars vegar að setja hæfniviðmið inn í námsáætlanir og kennsluseðla og hins vegar að efla innra mat skólanna.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

SKÍN - Innra mat til eflingar skólastarfs - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði

Garðaskóli og Hofsstaðaskóli í samstarfi við Menntaklif (2015)

Markmið:

Að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á fyrra ári verkefnisins var lögð áhersla á að gera námsmarkmið sýnilegri nemendum, þróa leiðir til að efla leiðsagnarmat innan skólanna og þróa rýniheimsóknir kennara og stjórnenda í kennslustundir, bæði félagarýni og mat stjórnenda.

Lokaskýrsla í pdf-skjali