Miðstig grunnskóla: Íslenska

Innritun í grunnskóla

Nemendastýrð foreldrasamtöl - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Líðan Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Náttúrugreinar Samfélagsgreinar Samskipti og félagsfærni Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2023-2024)

Markmið:

  • Að virkja nemendur í að hafa áhrif á sitt nám
  • Að nemendur þjálfist í að greina styrkleika sín
  • Að skapa jákvæð tengsl á milli kennara og nemanda
  • Að styrkja námsvitund og sjálfstæði nemenda
  • Að nemendur meti eigin líðan, og stöðu sína bæði náms- og félagslega
  • Að auka þátttöku nemenda í ákvarðanatöku
  • Að efla öryggi kennara í nýjum vinnubrögðum
  • Að styrkja samskipti kennara og nemenda
  • Að styrkja samskipti heimilis og skóla

Lokaskýrsla - Nemendastýrð foreldrasamtöl

Stafsetning er leikur einn - kennsluverkefni - Íslenska Sköpun

Flataskóli (2023-2024)

Markmið: 
Markmið með þessu þróunarverkefni var að finna fjölbreyttar leiðir við nám og kennslu í stafsetningu á miðstigi til að gera námið eins lifandi og skemmtilegt og mögulegt er. 

Útbúin hefur verið verkefnabanki með lýsingum á verkefnum og ábendingum um útfærslur svo kennarar sem ekki hafa kennt efnið áður geti með einföldum hætti nýtt sér valin verkefni við kennslu í stafsetningu. Verkefnin eru hugsuð sem sniðmát sem kennarar fylla sjálfir upp í með þeim reglum og æfingum sem þeir vilja taka fyrir. 

Stafsetning er leikur einn - kennsluhugmyndir í stafsetningu

Innritun í grunnskóla

Áhugasviðsverkefni - Erlend tungumál Íslenska Íslenska sem annað tungumál Íþróttir og hreyfing List– og verkgreinar Náttúrugreinar Skóli margbreytileikans Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Álftanesskóli (2021-2022)

Markmið /verkefnið í hnotskurn: Markmiðið var að gera vefsíðu um áhugasviðsverkefni og auðvelda kennurum að skipuleggja og nota slík verkefni í kennslu. Á vefsíðunni er hugmyndabanki, ýmis eyðublöð og tenglar sem kennarar geta nýtt sér.

Vefur: ahugasvid.is

Lokaskýrsla - áhugasviðsverkefni.

Þróunarsjóður - Flataskóli - lærdómssamfélag

Lærdómssamfélag með áherslu á námsmenningu hæfnimiðaðs leiðsagnarnáms - Erlend tungumál Fagmennska kennara Íslenska Íslenska sem annað tungumál Íþróttir og hreyfing List– og verkgreinar Náttúrugreinar Samþætting námsgreina Skóli margbreytileikans

Flataskóli (2021-2022)

Markmið /verkefnið í hnotskurn: Meginmarkmið verkefnisins er að skapa lærdómssamfélag sem leggur áherslu á námsmenningu sem einkennist af hæfnimiðuðu leiðasagnarnámi einnig kallað leiðsagnarmat. Með námsmenningu leiðsagnarnáms sem einkennist af skýrleika og virkni nemenda er hægt að stuðla að meiri námsárangri nemenda. Skýrleikinn felur það í sér að nemendum er ljóst hvert þeir stefna og til hvers er ætlast af þeim og þeir fá markvissa upplýsandi endurgjöf í námsferlinu sem gerir þeim kleift að bæta sig í því sem þeir þurfa að bæta sig í. Virkni nemenda felur það í sér að þeir ræða nám sitt markvisst, taka afstöðu í eigin námi og eru meðvitaðir um eigin áhrif á nám sitt og hvernig þeir geta bætt sig.

Hér er vefur sem er í þróun og heldur utan um starfsþróun kennara Flataskóla. https://sites.google.com/gbrskoli.is/flataskolistarfsthroun/heim

Lokaskýrsla verkefnis - Lærdómssamfélag með áherslu á námsmenningu hæfnimiðaðs leiðsagnarnáms.

Innritun í grunnskóla

Lesskilningur forsenda þess að lesa sér til gagns og gamans - Íslenska Læsi

Hofsstaðaskóli (2017)

Markmið:

  • Að fræða foreldra nemenda á yngra og miðstigi um hvað felst í lesskilning.
  • Að efla samstarf á milli foreldra og nemenda og foreldra og kennara.
  • Að efla lestrarfærni nemenda.
  • Að efla virkni nemenda í námi.

Lokaskýrsla - Lesskilningur - forsenda þess að lesa sér til gagns og gaman

Höldum áfram að þróa SKÍNANDI skóla - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði

Hofsstaðaskóli og Garðaskóli (2016)

Framhald á verkefninu SKÍN – Innra mat til eflingar faglegs skólastarfs (2015)

Markmið:

SKÍN er samstarfsverkefni kennara og stjórnenda í Garðaskóla og Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Markmið verkefnisins eru að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á seinna ári verkefnisins settu þátttakendur sér tvö yfirmarkmið til að vinna að um veturinn. Annars vegar að setja hæfniviðmið inn í námsáætlanir og kennsluseðla og hins vegar að efla innra mat skólanna.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Endurskoðun á gagnvirku námsefni í íslensku - Íslenska Læsi Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2016)

Markmið:

Styrkur var veittur úr Þróunarsjóði námsgagna skólaárið 2012- 2013 til að búa til gagnvirkt verkefnasafn í íslensku fyrir 1.-7. bekk í forritinu „Literacy Activity Builder“ þar sem áhersla var á að auka málvitund, orðaforða, stafsetningu og leikni í að nota málfræðiþekkingu. Hægt var að nálgast verkefnin á vef Hofsstaðaskóla og allir höfðu aðgang að. Stuttu síðar var vefsvæði skólans breytt og því ekki verið mögulegt að nýta verkefnin í nokkurn tíma. Markmiðið var því að endurskoða og lagfæra verkefnin og koma þeim aftur í notkun á vefsvæði þar sem allir kennarar og nemendur í Garðabæ og víðar geti haft gagn af þeim.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Leikni í lesskilningi - Íslenska Læsi

Hofsstaðaskóli (2016)

Markmið:

Að þjálfa nemendur markvisst í læsi og lesskilningi. Að nemendur kynnist fjölbreyttu lesefni og ólíkum textagerðum. Að nemendur þjálfist í að greina aðalatriði í texta og geti dregið út helstu efnisorð. Að auka færni nemenda í að nota mismunandi aðferðir til að skilja, meta og túlka texta. Að efla virkni nemenda, sjálfstraust, áhuga og vellíðan í námi.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Innritun í grunnskóla

Gluggað og grúskað - Höfrungasaga - Íslenska Læsi

Hofsstaðaskóli (2016)

Markmið:

Að mæta ólíkum námsþörfum nemenda og efla virkni þeirra í námi. Stuðla að jákvæðu samstarfi og samvinnu við foreldra og efla lestrarfærni í víðum skilningi.

Áhersluþættir:

  • Yngsta stig
  • Miðstig

  • Læsi

  • Íslenska

Lokaskýrsla í pdf-skali með fylgiskjölum, ath. 23.5 MB
Lokaskýrsla í pdf-skjali án fylgiskjala, 0.3 MB

Innritun í grunnskóla

Endurskoðun á gagnvirku námsefni - Íslenska Læsi Upplýsinga og tæknimennt

Hofsstaðaskóli (2016)

Styrkur var veittur úr Þróunarsjóði námsgagna skólaárið 2012- 2013 til að búa til gagnvirkt verkefnasafn í íslensku fyrir 1.-7. bekk í forritinu „Literacy Activity Builder“ þar sem áhersla var á að auka málvitund, orðaforða, stafsetningu og leikni í að nota málfræðiþekkingu. Hægt var að nálgast verkefnin á vef Hofsstaðaskóla og allir höfðu aðgang að. Stuttu síðar var vefsvæði skólans breytt og því ekki verið mögulegt að nýta verkefnin í nokkurn tíma. Markmiðið var því að endurskoða og lagfæra verkefnin og koma þeim aftur í notkun á vefsvæði þar sem allir kennarar og nemendur í Garðabæ og víðar geti haft gagn af þeim.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

SKÍN - Innra mat til eflingar skólastarfs - Fagmennska kennara Íslenska Jafnrétti Lýðræði og mannréttindi Læsi Mat á skólastarfi Stærðfræði

Garðaskóli og Hofsstaðaskóli í samstarfi við Menntaklif (2015)

Markmið:

Að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á fyrra ári verkefnisins var lögð áhersla á að gera námsmarkmið sýnilegri nemendum, þróa leiðir til að efla leiðsagnarmat innan skólanna og þróa rýniheimsóknir kennara og stjórnenda í kennslustundir, bæði félagarýni og mat stjórnenda.

Lokaskýrsla í pdf-skjali