Endurbætur vegna rakaskemmda

Garðabær vinnur eftir ákveðnum verkferlum ef upp kemur grunur um myglu í húsnæði/mannvirkjum Garðabæjar. Verkfræðistofan Mannvit er Garðabæ til ráðgjafar varðandi sýnatökur, úrbætur og aðgerðir.

Verkferillinn skiptist í þrjú skref:

  1. Ábending berst og skoðuð betur.
  2. Úttekt framkvæmd á húsnæðinu
  3. Aðgerðaráætlun virkjuð eftir að grunur er staðfestur

Sjá nánar um hvert skref hér:
Verkferlar Garðabæjar ef upp kemur grunur um myglu (dags. 13. desember 2022)

Upplýsingar um endurbætur á mannvirkjum Garðabæjar

Upplýsingar um endurbætur á mannvirkjum/húsnæði í eigu Garðabæjar þar sem staðfest hefur verið að um myglu sé að ræða er að finna hér.

Álftanesskóli - upplýsingasíða um endurbætur
Flataskóli - upplýsingasíða um endurbætur
Garðaskóli -  upplýsingasíða um endurbætur
Hofsstaðaskóli - upplýsingasíða um endurbætur 
Móaflöt- upplýsingasíða um endurbætur

Íþróttahúsið Miðgarður - frétt frá 3. nóvember 2022
Leikskólinn Bæjarból - frétt frá 12. september 2022

Ásgarður: Fræðsla og leiðbeiningar um myglu

Lykillinn að því að koma í veg fyrir myglu er að hafa stjórn á raka. Mygla þrífst best í röku umhverfi og er vöxtur hennar háður fjórum þáttum: æti, lofti, viðunandi hitastigi og vatni.

Flestir verja megninu af tíma sínum innandyra og eru því gæði innilofts mikilvæg. Margir áhrifaþættir á inniloft eru til komnir vegna raka og ónægrar loftunar. Of mikill raki, á nánast hvaða yfirborði sem er innandyra, getur leitt til örveruvaxtar, s.s. myglu, sveppa- og bakteríuvaxtar.

Á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er að finna greinargóðar upplýsingar um rakaskemmdir og myglu og góð ráð fyrir almenning.