Íþróttamannvirki
Íþróttamiðstöðin Álftanesi og sundlaug
v/ Breiðumýri
sími: 550 2350
Í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi er 25x12 m útisundlaug, 12x7 m innisundlaug, 2 heitir pottar, busllaug, gufubað, 85 m löng rennibraut og öldulaug.
Þar er einnig fjölnota íþróttasalur 22x44 m, knattspyrnuvöllur utanhúss og frábærar göngu og skokkleiðir í nágrenninu.
Í næsta nágrenni er einnig 9 holu golfvöllur.
Íþróttamiðstöðin Ásgarður og sundlaug
v/ Ásgarð
sími: 550 2300
Í Ásgarði er æfinga- og keppnisaðstaða íþróttafólks á öllum aldri, almenningssundlaug, fimleikahús, fjölnotasalir og þreksalur fyrir almenning sem fylgir aðgangi að sundlaug.
Upplýsingar um sundlaug Garðabæjar í Ásgarði
TM-höllin / Íþróttamiðstöðin Mýrin
v/Skólabraut
sími: 550 2320
netfang: myrin@gardabaer.is
Í Mýrinni er salur fjölnotasalur, 44 x 45,9 m að stærð sem rúmar vel tvo löglega keppnisvelli í handbolta. Í húsinu er einnig kennslusundlaug með heitum potti og sex búningsklefar.
Íþróttamiðstöðin Sjálandi
Sjálandsskóla Löngulínu 8
sími: 590 3119
Í íþróttamiðstöðinni Sjálandi er íþróttasalur fyrir körfuknattleik, blak og badminton. Þar er einnig inni-kennslulaug með heitum potti og sérhæfður danssalur. Sérstakir búningsklefar eru fyrir sundlaugina.
Miðgarður - fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri
Miðgarður, Vetrarmýri
sími: 550 2371
Í Miðgarði er knattspyrnuvöllur í fullri stærð og klifurveggur innanhúss auk teygju- og upphitunaraðstöðu. Þar er fyrsta flokks styrktar- og þrekæfingaaðstaða ásamt tilheyrandi stoðrýmum. Stærð íþróttasalarins er um 80x120 m og um 800 áhorfendur rúmast á svölum íþróttasalarins. Í hliðarrýmum sunnan megin í byggingunni eru tvær óráðstafaðar hæðir um 1500 m² að stærð hvor um sig þar sem er gert ráð fyrir heilsutengdri starfsemi. Með anddyri og öðrum stoðrýmum er flatarmál hússins um 18.200 m².
Forstöðumaður Miðgarðs er Viðar Helgason.
Opið frá 08:00 til 22:00 virka daga. Um helgar er opið laugardögum frá 9:00-18:00 og á sunnudögum frá 10:00-18:00.
Almenningi er frjálst að nýta göngubrautina á svölum íþróttasalarins á opnunartíma hússins þegar ekki eru viðburðir með áhorfendum.
Umsjónarmaður íþróttamannvirkja
Kristján Hilmarsson
sími: 550 2302 og 820 8566
netfang: kristjanh@gardabaer.is