Grunnstoð Garðabæjar
Í Grunnstoð Garðabæjar eiga sæti fulltrúar foreldrafélaga í Álftanesskóla, Flataskóla, Garðaskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla, Alþjóðaskólanum á Íslandi og Barnaskóla Hjallastefnunnar.
Grunnstoð (áður Svæðisráð foreldrafélaga í grunnskólum Garðabæjar) hittist að jafnaði fimm sinnum á starfstíma skóla og ræðir sameiginleg málefni skólanna. Tilgangur Grunnstoðar er að efla rödd foreldra sem hagsmunahóps og sameina krafta þeirra til góðra verka í skólamálum.
Samstarfið auðveldar foreldrafulltrúum að vera bæjaryfirvöldum til aðstoðar og ráðuneytis um skóla- og fjölskyldumál. Grunnstoð er í samstarfi við Heimili og skóla – landssamtök foreldra.
Starfsreglur Grunnstoðar Garðabæjar (pdf-skjal) – samþykktar á stjórnarfundi 12. október 2015
Netfang Grunnstoðar er: grunnstod@gardabaer.is
Fulltrúi í skólanefnd grunnskóla
Grunnstoð Garðabæjar skipar fulltrúa úr sínum röðum í skólanefnd grunnskóla til tveggja ára í senn sem og varafulltrúa. Fulltrúi foreldra situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt sbr. 4. málsgrein 6. greinar grunnskólalaga nr. 91/2008.
Foreldrum er bent á að þeir geta snúið sér með fyrirspurnir beint til fulltrúa foreldra í skólanefnd eða til formanns foreldrafélags í viðkomandi skóla.
Erindisbréf fyrir fulltrúa foreldra í skólanefnd (pdf-skjal)
Upplýsingar um formenn foreldrafélaga og fulltrúa foreldra í skólaráði er að finna á vef viðkomandi skóla.