Innritunarreglur

Reglur um innritun barna í leikskóla Garðabæjar

Sótt er um leikskólavist í þjónustugátt Garðabæjar. Leikskóladvöl er úthlutað eftir aldri barna. Nánast öll börn sem eru orðin 12 mánaða þegar skólaárið hefst, 1. september ár hvert, eiga kost á leikskóladvöl.

Sótt er um leikskóladvöl í þjónustugátt Garðabæjar. Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að barn eigi lögheimili í Garðabæ, en barnið getur verið á biðlista þótt lögheimili sé annars staðar.

Úthlutun /innritun í leikskóla

Innritun í leikskóla hefst í mars og apríl en hún er þó ekki endanleg þar sem alltaf eru einhverjar breytingar á búsetu. Við innritun í leikskóla er tekið mið af kennitölu barna, þau elstu fá úthlutað fyrst. Leitast er við að innrita systkini í þann leikskóla sem eldra systkini dvelur í þegar að úthlutun er komið samkvæmt aldursröð. 

Innritun

Foreldrum er sent bréf þegar barn fær leikskóladvöl. Dvöl er háð því skilyrði að foreldri skuldi ekki leikskólagjöld vegna eldra systkinis. Foreldrar hafa 10 daga umhugsunarfrest, eftir það er barnið tekið af biðlista.

Uppsagnarfrestur

Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er einn mánuður og miðast við fyrsta eða fimmtánda dag hvers mánaðar. Skuldi foreldrar þrjá mánuði er barninu sagt upp leikskóladvöl. Þegar uppsagnarbréf er afhent hafa foreldrar fengið viðvörun og tækifæri til að ganga til samninga um vangoldin gjöld.

Starfstími

Leikskólar eru opnir virka daga kl. 07.30-17.00. 
Leikskólar í Garðabæ eru opnir allt sumarið en börn skulu taka fjögurra vikna sumarleyfi.

Uppfært 7. júní 2021 samkvæmt 25. fundargerð leikskólanefndar.

Biðlistagreiðslur

Ef barn sem er orðið 12 mánaða og eldri er ekki byrjað í leikskóla en búið að fá úthlutað plássi er hægt að sækja um greiðslur þar til barnið byrjar í aðlögun á leikskólanum.  Sjá nánar hér.