Hönnunarsafn Íslands

Hönnunarsafn Íslands er rekið af Garðabæ með samningi við menntamálaráðuneytið frá 2007.

Garðatorgi 1
210 Garðabær 
sími: 512 1525  
netfang: honnunarsafn@honnunarsafn.is   
www.honnunarsafn.is

Opið alla daga nema mánudaga kl. 12 - 17. 
Safnbúð í anddyri safnsins er opin á sama tíma og safnið. 

Um Hönnunarsafnið

Hönnunarsafn Íslands er rekið af Garðabæ með samningi við menntamálaráðuneytið frá 2007. Sýningaraðstaða safnsins er að Garðatorgi 1 í Garðabæ.

Hönnunarsafni Íslands er ætlað að sýna og varðveita þann þátt íslenskrar menningarsögu er lýtur að hönnun, einkum frá aldamótum 1900 og til dagsins í dag. Frá því að safnið var stofnað árið 1998 hafa aðföng borist með reglubundnum hætti. Stór hluti safneignarinnar er til kominn sem gjafir. Safnið kaupir einnig eftir fremsta megni, þýðingarmikla hluti í sögu íslenskrar hönnunar. Hönnunarsafn Íslands stendur fyrir fræðslustarfi sem er ekki einungis bundið við sýningar þess og leggur metnað sinn í að efla bókakost um íslenska og alþjóðlega hönnun svo íslenskt fræðasamfélag og almenningur geti notið góðs af. Hönnunarsafn Íslands á í samstarfi við önnur lönd innan safnavettvangsins og starfar á virkan hátt innan íslensks safnavettvangs. 

Safnið skráir og varðveitir muni svo sem húsgögn, nytjahluti, fatnað, listhönnun, prentmuni og fleira.