Menningar- og safnanefnd

Menningar- og safnanefnd starfar í umboði bæjarstjórnar að eflingu lista- og menningarlífs í Garðabæ. Nefndin hefur að undanförnum árum staðið að ýmsum menningarviðburðum auk þess að styrkja ýmis menningarverkefni í bænum. 
Bæjarbúar eru hvattir til að koma hugmyndum um menningarviðburði í Garðabæ á framfæri við menningar- og safnanefnd. 

Menningar- og safnanefnd fundar að jafnaði um annan hvern mánuð.
Upplýsingar um skipan nefndarmanna.

Upplýsingar veitir:

Ólöf Breiðfjörð, menningarfulltrúi, sími 525 8500/ 820 8550, netfang: olof@gardabaer.is  


Úthlutun styrkja til menningarmála

Eftirfarandi vinnureglur menningar- og safnanefndar eru til viðmiðunar fyrir úthlutun styrkja til menningarmála:

  • Umsóknir um styrki til menningarmála eru að jafnaði teknar fyrir og afgreiddar 
    tvisvar á ári.
  • Listamenn eða menningarviðburðir skulu tengjast Garðabæ. Að jafnaði eru ekki 
    eru veittir ferðastyrkir.
  • Í umsókninni þarf að skilgreina verkefnið og kostnaðaráætlun skal fylgja með.
  • Tilgreina þarf ósk um styrkupphæð.
  • Menningar- og safnanefnd áskilur sér rétt til að krefjast endurgreiðslu 
    styrkja ef breyting verður á verkefninu sem fær styrk.
  • Mælst er til að umsækjendur kynni afraksturinn fyrir menningar- og safnanefnd 
    og/eða bæjarbúum.

Tekið er við umsóknum allt árið.

Vinnureglurnar voru samþykktar á 16. fundi nefndarinnar haustið 2003.