Þjónustuver
Þjónustuver Garðabæjar er í Ráðhúsinu að Garðatorgi 7
Þjónustuver Garðabæjar
Sími: 525 8500
Netfang: gardabaer@gardabaer.is
Þjónustuverið er opið:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 8-16 og föstudaga kl. 8-14.
Í þjónustuverinu er m.a.
- símsvörun
- öll almenn þjónusta við viðskiptavini bæjarins
- upplýsingagjöf um starfsemi bæjarins
- upplýsingar um stöðu mála
Leitast er við að veita framúrskarandi þjónustu undir slagorðinu Þjónusta til þín.
SMS skilaboðakerfi Garðabæjar
Garðabær er með í notkun kerfi sem býður upp á að senda sms skilaboð til íbúa í ákveðnum götum og hverfum bæjarins. Það hefur reynst vel að nota það t.d. þegar viðgerðir hafa staðið yfir hjá Vatnsveitu Garðabæjar. Þá eru send skilaboð til íbúa í þeim húsum, götum sem við á þegar loka þarf fyrir rennsli kalda vatnsins í stuttan tíma vegna lekaleitar og/eða viðgerðar.Skráning í skilaboðakerfi Garðabæjar
Skilaboðakerfið er tengt við kortavef Garðabæjar og þar er hægt að velja úr einstaka hús og götur og þá fá símanúmer sem eru skráð á þau heimilisföng í gegnum þjónustuna 1819 sms skilaboð þegar við á.
Ef símanúmer viðkomandi er ekki skráð hjá 1819 er hægt að óska eftir því að skrá það inn í skilaboðakerfið hjá Garðabæ með því að senda tölvupóst á netfang Garðabæjar, gardabaer@gardabaer.is, með nafni, símanúmeri og heimilisfangi.
Þjónustustefna Garðabæjar
Smellið hér til að sjá þjónustustefnuna í PDF-skjali.
Starfsmenn þjónustuvers leggja metnað sinn í að geta svarað fyrirspurnum um öll svið í starfsemi bæjarins.