Ábendingavefur vegna umhverfis

Ertu með ábendingu til starfsmanna Garðabæjar varðandi umhverfið? Hvort sem það er eitthvað sem þú vilt benda okkur á að þurfi að laga eða annað sem þú vilt koma á framfæri varðandi umhverfið láttu okkur vita með því að setja ábendingu inn á ábendingavefinn.

ÁBENDINGAVEFUR -Smelltu hér til að setja inn ábendingu

Íbúar mega gjarnan nýta ábendingavefinn til að benda á það sem þarf að laga eða má betur fara í umhverfinu í Garðabæ. Ábendingar sem sendar eru inn fara beint til Þjónustumiðstöðvar til úrvinnslu.

Til nánari útskýringa er hægt að senda mynd með ábendingunni og ef netfang er látið fylgja með ábendingu verða sendar upplýsingar um stöðu hennar og látið vita þegar búið er að vinna úr ábendingunni.

Hægt er að velja eftirfarandi flokka ábendinga:

  • Garðyrkja og opin svæði
  • Götur og stígar
  • Hálkuvarnir og snjóhreinsun
  • Sorphirða og rusl í umhverfi
  • Veitur -vatn og lýsing
  • Almenn ábending frá íbúum varðandi umhverfiAbendingavefur-mynd-forsida
Athugið: Ábendingar til barnaverndar skal senda beint í gegnum ábendingaform barnaverndar.
Ef þú ert með almenna fyrirspurn sendu okkur þá tölvupóst á gardabaer@gardabaer.is.