Umsókn um skipulagsbreytingar
Ef sótt er um breytingu á deiliskipulagi skal fylla út þar til gert eyðublað og skila því undirrituðu til embættis skipulagsstjóra.
Umsókn skulu fylgja breytingaruppdrættir deiliskipulags, ljósrit af lóðablöðum, umsögn deiliskipulagshöfundar og skýringarmyndir sé þess þörf. Uppdráttum og öðrum gögnum skal einnig skilað á tölvutæku formi (pdf, word eða excel). Uppdrættir skulu brotnir saman í A4 stærð og skilað í þremur eintökum.
Gjöld vegna skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis eru samkvæmt gjaldskrá.
Algengt er að byggingarfulltrúi bendi umsækjendum um byggingarleyfi á að nauðsynlegt sé að sækja um skipulagsbreytingu ef í ljós kemur að tillagan uppfyllir ekki skipulagsskilmála.
Umsókn um deiliskipulagsbreytingu (eyðublað til útprentunar)
Fyrirspurnir
Í sumum tilfellum getur verið skynsamlegra að senda fyrirspurn til skipulagsnefndar um ákveðin atriði sem varða deiliskipulag og afstöðu nefndarinnar til hugsanlegra breytinga. Þá skal skilað inn undirrituðu erindi til skipulagsnefndar þar sem fyrirspurnin er orðuð á greinargóðan hátt og henni geta eftir atvikum fylgt uppdrættir eða skýringarmyndir.
Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreytingin hlýtur sömu meðferð og nýtt deiliskipulag
(40.grein). Að lokinni forkynningu fer tillaga í kynningu í 6 vikur en
að þeim tíma liðnum rennur út tími til að gera athugasemdir. Kynningin
er auglýst með áberandi hætti, á heimasíðu, í helstu dagblöðum og
Garðapóstinum. Kynning fer fram í þjónustuveri og á heimasíðu
Garðabæjar. Einnig veitir embætti skipulagsstjóra frekari upplýsingar sé
þess óskað.
Áður en til forkynningar og kynningar kemur þarf skipulagsnefnd að
leggja til við bæjarstjórn að samþykkja forkynninguna og síðan
kynninguna. Að lokinni kynningu þarf að leggja tillöguna fram til síðari
umræðu í skipulagsnefnd og bæjarstjórn. Ef athugasemdir berast tekur
oft lengri tíma að afgreiða tillöguna en dæmi eru um að tillögu sé
breytt eða jafnvel hafnað í kjölfar athugasemda. Öllum athugasemdum er
svarað með greinargerð sem send er þeim sem athugasemdir hafa gert. Ef
tillögu er breytt í grundvallar atriðum við lokasamþykkt eða ef að
Skipulagsstofnun gerir athugasemdir við form eða ferli tillögunnar þarf
að kynna tillöguna að nýju.
Óveruleg deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt er sem óveruleg breyting skal
vísa til grenndarkynningar. Þá er tillagan send bréfleiðis þeim sem
hagsmuna eiga að gæta og þeim gefinn 4 vikna frestur til þess að gera
athugasemd við tillöguna. Ef engar athugasemdir berast þá þarf ekki að
leggja tillöguna fyrir skipulagsnefnd og skoðast hún þá samþykkt.
Berist athugasemdir er tillagan tekin fyrir á ný í skipulagsnefnd og ýmist samþykkt óbreytt, breytt eða henni er hafnað.
Eftir að bæjarstjórn samþykkir tillögu að breytingu er tillagan ásamt
málsgögnum send til athugunar hjá Skipulagsstofnun og í kjölfar þess er
deiliskipulagið eða deiliskipulagsbreytingin auglýst í B-deild
Stjórnartíðinda og tekur þá skipulagið gildi. Ekki er heimilt að veita
byggingarleyfi fyrr en skipulag hefur tekið gildi og lóðablöðum hefur
verið breytt.
Breytingar á deiliskipulagi eru auglýstar í B-deild Stjórnartíðinda þegar bæjarstjórn hefur samþykkti tillöguna að loknu ferli. Skipulagsstofnun fá síðan send öll gögn til varðveislu.