Fjárhagsaðstoð

Um fjárhagsaðstoð í Garðabær gilda reglur sem bæjarstjórn hefur samþykkt  í samræmi við 21. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (nr. 40/1991). 

Fjölskyldunefnd fer með málefni fjárhagsaðstoðar í umboði bæjarstjórnar. 

Starfsmenn fjölskyldusviðs Garðabæjar sjá um framkvæmd þjónustunnar. Litið er á fjárhagsaðstoðina sem samvinnuverkefni Garðabæjar og þess sem aðstoðarinnar nýtur þar sem leiðarljósið er hjálp til sjálfshjálpar.

Umsókn

Allir fjárráða einstaklingar sem eiga lögheimili í Garðabæ eiga rétt á að sækja um fjárhagsaðstoð. Fjárhagsaðstoð er eingöngu ætluð til framfærslu og er alltaf tímabundið úrræði.

Umsókn um fjárhagsaðstoð skal leggja fram hjá fjölskyldu- og heilbrigðissviði á bæjarskrifstofum Garðabæjar. Umsóknareyðublað er á Mínum Garðabæ .

Viðtal

Hægt er að panta viðtalstíma hjá félagsráðgjafa vegna fjárhagsaðstoðar í þjónustuveri Garðabæjar í síma: 525 8500 .