Leiðir til að hafa áhrif

Nokkrar leiðir til að hafa áhrif

1. Þú getur sent tölvupóst á gardabaer@gardabaer.is  . Málið fer þá í vinnslu hjá stjórnsýslunni og er komið til réttra aðila. 

2. Þú getur sent inn ábendingu frá vef Garðabæjar, gardabaer.is . Málið fer í sama farveg og þau sem koma í tölvupósti. 

3. Þú getur sett inn athugasemd við frétt á facebook síðu Garðabæjar eða smellt á "líkar við" ef þú vilt leggja áherslu á efni hennar.

4. Ef þú hefur einfalda spurningu sem þig vantar svar við geturðu líka sent skilaboð á facebook síðu Garðabæjar. 

5. Þú getur skrifað bréf til bæjarráðs Garðabæjar.

Bæjarráð fundar á þriðjudagsmorgnum kl. 8.00. Erindi sem eiga að fara fyrir næsta fund bæjarráðs verða að berast í Ráðhúsið í síðasta lagi fyrir hádegi á föstudeginum áður. Þú getur sent bréfið í pósti eða í tölvupósti. 

6. Þú getur pantað viðtalstíma við bæjarstjóra í síma 525 8500.

7. Þú getur mætt á auglýsta íbúafundi og látið álit þitt í ljós.

8. Þú getur tekið þátt í útsendum könnunum um þjónustu Garðabæjar.

Mundu:

Garðabær á facebook https://www.facebook.com/Gardabaer.Iceland/

Fyrirspurnir/ábendingar/erindi - gardabaer@gardabaer.is

Hefurðu betri hugmynd?

Ef engin þessara leiða hentar þér og/eða þú hefur aðra hugmynd um hvernig þú vilt hafa áhrif á málefni bæjarins hafðu þá endilega samband í gardabaer@gardabaer.is og láttu okkur vita.