Garðahraun-sértæk frístund

Um frístundaklúbbinn Garðahraun

Garðahraun er sértækt frístundar- og félagsmiðstöðvaúrræði fyrir börn í 5.-10.bekk við grunnskóla í Garðabæ sem eiga lögheimili í Garðabæ. Meginhlutverk Garðahrauns er að bjóða upp á fjölbreytt og skapandi tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur, til klukkan 17:00. Hægt er að koma einu sinni í viku eða eins oft og óskað er eftir.
Hægt er að fá nánari kynningu á starfseminni og óska eftir heimsókn í Garðahraun. Áhugasömum er bent á að hafa samband við forstöðumann Garðahrauns.

Markmið frístundarinnar er að veita börnum sem þar dvelja öruggt athvarf og bjóða þeim upp á skipulagðar tómstundir við hæfi hvers og eins. Lögð er áhersla á virðingu fyrir einstaklingnum, fagleg vinnubrögð, jákvæð samskipti og foreldrasamstarf. Boðið er upp á síðdegishressingu í Garðahrauni.

Staðsetning: Hátíðarsalur við UMFÁ, Breiðumýri 225 Álftanes.
Símanúmer: 820-8594
Forstöðumaður: Ágúst Arnar Þráinsson, sími: 525-8594 og netfang: agustthr@gardabaer.is

Sækja um í Garðahrauni

Garðahraun er ætlað börnum með fötlunargreiningu, til dæmis þroskahömlun og einhverfu. Skilyrði er að fötlun barns hafi verið greind hjá viðurkenndum greiningaraðilum eins og Greiningar og ráðgjafamiðstöð ríkisins eða Þroska- og hegðunarstöð.

Við mat á umsóknum skal tekið mið af:

I. Fyrirliggjandi greiningu á fötlun nemandans frá viðurkenndum greiningaraðilum.
II. Mati á stuðningsþörf (SIS) frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
III. Mati á náms- og félagslegri stöðu nemandans, félagslegri þátttöku og líðan.
IV. Óskum foreldra og nemanda að teknu tilliti til aldurs og þroska.
V. Mati á heildrænni þjónustuþörf og réttindum í samræmi við 2. og 5. gr. leiðbeininga Félagsmálaráðuneytis um framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni sbr. 16 gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

  • Forstöðumaður gætir jafnræðissjónarmiða við mat og afgreiðslu umsókna.

Hægt er að sækja um í Garðahraun á frístundarvef Völu, https://fristund.vala.is/umsokn.
Eftir að umsókn hefur verið móttekin hefur forstöðumaður Garðahrauns samband við forráðamann/menn og kemur umsókn til fjölskyldusviðs sem metur umsóknina.

Í kjölfarið er óskað eftir upplýsingum um stuðningsþarfir barnsins. Á þjónustugátt Garðabæjar má finna eyðublað fyrir Garðahraun. Forráðamenn er beðnir um að fylla það út. Umsókn í Garðahraun verður ekki samþykkt fyrr en búið er að senda það eyðublað.

Akstursþjónusta

Börn í Garðahrauni geta sótt um ferðaþjónustu fatlaðra. Boðið er upp á akstur frá heimaskóla barnanna í Garðahraun og heim í lok dags.
Hægt er að senda inn rafræna umsókn í gegnum íbúavefinn Minn Garðabæ. Nánari upplýsingar: https://www.gardabaer.is/ibuar/velferd/fatlad-folk/

Starfsemi á sumrin: Sumarhraun

Sumarhraun er sumarúrræði barna með sérþarfir í 1.-7. bekk í Garðabæ. Í Sumarhrauni er veitt þjónusta sem auðveldar börnum með sérþarfir aðgengi og þátttöku á sumarnámskeiðum. Börn í Sumarhrauni hafa einnig kost á að fara á sértæk sumarnámskeið á vegum Sumarhrauns.
Börnum með sérþarfir býðst tækifæri á að sækja um stuðning á sumarnámskeið. Þjónustan felur í sér að barn er parað með stuðningsfulltrúa/um í upphafi sumars sem fylgir þeim á sumarnámskeið og verður innan handar. Markmið úrræðisins er að gefa öllum börnum tækifæri til þess að taka þátt á sumarnámskeiðum með þeim stuðningi sem hver og einn þarfnast. Útgangspunktur úrræðisins er að veita börnunum öryggi, efla sjálfstæði og félagsfærni.
Einnig standa börnum með sérþarfir til boða að sækja sértæk sumarnámskeið á vegum Sumarhrauns. Þessi námskeið eru ætluð til þess að koma á móts við þau börn sem eiga erfitt með að sækja hefðbundin sumarnámskeið og þurfa sérhæfðara fyrirkomulag eða fyrir þau sem vilja rólegri viku.
Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að hópurinn gerir eitthvað skemmtilegt saman annað hvort fyrir eða eftir hádegi. Hinsvegar býður þetta líka upp á einstaklingsmiðaðra fyrirkomulag á móts við skipulagðan hópdagskrálið. Stuðningsfulltrúar eru hvattir til að hlusta á þarfir barnsins og sýna frumkvæði í starfi.

Reglur Sumarhrauns:

  • Hægt er að sækja um allt að 7 sumarvikur og miða þær við námskeið allan daginn. ATH. Átt er við samanlagðan fjölda vikna með stuðning á sumarnámskeið eða á sértækum námskeiðum Sumarhrauns.

  • Mögulegt er að lengja í námskeiðstímanum ef valin eru námskeið hálfan daginn.
  • Umsókn um stuðning fyrir barn á sumarnámskeið þarf að berast eigi síðar en 7. maí 2024.
  • Foreldrar/ forráðamenn sækja um þau námskeið sem þau telja henta barninu og senda lista á netfangið agustthr@gardabaer.is eigi síðar en 14. maí 2024.
  • Ef foreldri/forráðamaður er með stuðningsfulltrúa og viðkomandi er tilbúinn að veita barninu stuðning á sumarnámskeiðum er tekið tillit til þess í umsóknum.
  • Stuðningurinn felst í að fylgja barninu á sumarnámskeið. Ef barn er ekki skráð á sumarnámskeið, er ekki hægt að veita stuðning. Hins vegar, ef barn í 5 -7.bekk á erfitt með að finna sumarnámskeið við hæfi er hægt að óska eftir stuðningi utan námskeiðina hálfan dag, á móts við námskeið annað hvort fyrir eða eftir hádegi. Þetta fyrirkomulag þarf að vera gert með samþykki stuðningsfulltrúa.
  • Stuðningsfulltrúar hafa ekki heimild til þess að keyra börn á milli staða eða nota einkabíla.
  • Foreldrar/forráðamenn bera ábyrgð á því að skutla og sækja börn á námskeið. Einnig er hægt að nýta ferðaþjónustu fatlaðra.
  • Stuðningsfulltrúar eru með ákveðinn vinnutíma og geta ekki beðið ekki eftir að börnin séu sótt ef það er komið yfir þeirra vinnutíma.

Umsókn um stuðning á sumarnámskeiðum fer fram á þjónustugátt Garðabæjar.
Umsókn um stuðning fyrir barn á sumarnámskeið þarf að berast eigi síðar en 7. maí 2024. Þegar búið er að sækja um stuðninginn þarf að senda lista yfir námskeið/in sem barnið fer á, ásamt tímasetningu og staðsetningu. Allar upplýsingar á að senda á netfangið agustthr@gardabaer.is eigi síðar en 14. maí 2024.


Gjaldskrá

Gjaldskrá tómstundaheimila í Garðabæ má finna á vef bæjarins undir Stjórnsýsla – Fjármál – Gjaldskrár, veljið Gjaldskrá fyrir starfsemi Frístundar – fyrir börn með sérþarfir í 5.-10. bekk undir Fræðslu- og menningarsviði.



Engin grein fannst.