Vafrakökur á vefnum
Notkun á vafrakökum
Garðabær notar vafrakökur til að vefsíðan virki betur, til að bæta notendaupplifun og telja heimsóknir a vefinn. Það er stefna Garðabæjar að nota vafrakökur sparlega og með ábyrgum hætti. Vafrakökurnar á vefsíðunni safna ekki persónulegum upplýsingum gesta.
Vafrakökur eru litlar gagnaskrár sem vefsíðan sendir í tölvuna þína, spjaldtölvu eða snjallsíma, í hvert skipti sem þú notar tækið til að heimsækja vefsíðuna okkar. Vafrakökur gera vefsíðunni kleift að muna aðgerðir og óskir yfir ákveðið tímabil, þannig að þegar þú kemur aftur í heimsókn á vefsíðuna mun hún bera kennsl á tækið þitt og þær aðgerðir sem þú framkvæmdir síðast. Vafrakökur eru einnig notaðar til að þekkja aftur notendur sem nota „Mínar stillingar“ til að nota vefinn. Sú þjónusta kemur til móts við þarfir fólks sem á erfitt með að lesa, til dæmis vegna lesblindu eða sjónskerðingar. Þeir þurfa því ekki að velja þjónustuna í hvert sinn sem vefurinn er heimsóttur.
Þjónusta Siteimprove er nýtt á vefnum með svipuðum hætti og Google Analytics, til dæmis til að telja heimsóknir og til að finna brotna tengla sem notendur smella á.