Áhugaverðar gönguleiðir í Garðabæ

Hér má nálgast upplýsingar um nokkrar skemmtilegar gönguleiðir í Garðabæ.

 

Vífilsstaðavatn

Malarstígur umhverfis vatnið um 2,6 km, aðkomur eru þrjár á mistórum bílaplönum. Vatnið og umhverfi þess var friðlýst 2007. Skrautfjöður friðlandsins er flórgoðinn, gerð var tilraun að setja út hreiðurstæði fyrir goðanna á vorin. Flórgóðum hefur fjölgað á vatninu með hverju ári. Hundar eru bannaðir í friðlandinu um varptímann. Veiðileyfi í vatnið er tímabilið 1. apríl til 15. september. Gönguleið úr friðlandinu á slóða upp á Grunnuvötn um Grunnavatnsskarð.

Vífilsstaðahlíð í Heiðmörk

Malarstígur liggur um skógi vaxið svæði inn með hlíðinni, frá bílaplani við Maríuvelli við Elliðavatnsveg. Fleiri bílaplön og útskot eru meðfram Heiðmerkurvegi. Um miðja hlíðina á móts við háspennumastrið er möguleiki að sveigja af leið yfir í Urriðakotshraunið.

Urriðakotshraun

Malarstígur liggur eftir hrauntröð sem er áframhald Selgjár. Áhugaverð útivistarleið um hraunið (hringur Maríuvellir, Vífilsstaðahlíð, Urriðakotshraun, Maríuhellar). Maríuhellar voru friðlýstir árið 2014, fyrrum fjárhellar frá Vífilsstöðum og Urriðakoti. Þar er fræðsluskilti um hellanna.

Urriðavatn

Malbikaður stígur gengið fram og til baka er rúmir 3 km að göngubrúnni yfir Oddsmýrarlæk og til baka, stikuð leið er sunnan vatnsins. Fuglalíf fjölskrúðugt. Friðsælt þó byggðin á Urriðaholti sé nærri.

Urriðavatn

Malarstígur norðan vatnsins yfir Hrauntangann í Setbergsland, er hluti hringleiðar um Urriðavatn.

Svínahraun/Vífilsstaðahraun 

Liggur gamall slóði frá Vífilsstöðum yfir steinbrú á Vatnsmýri. Kallast Berklastígur eða Jónshellnastígur, hellirinn við enda slóðans innan við hraunjaðarinn eru fyrrum fjárhellar. Gönguleið á malarstíg fylgir læknum milli undirganga Reykjanesbraut og Elliðavatnsvegar, hún teppist oft að vetrinum.

Búrfellsgjá að Búrfelli

Malarstígur liggur eftir endilangri Búrfellsgjá, þar endar gangan á Búrfell það er á gígbarmi eldstöðvarinnar sem skóp gjárnar og Búrfellshraun. Gönguleiðin hefst á góðu bílaplani innst við Heiðmerkurveg. Fræðsluskilti er staðsett við tröppur niður Hjallamisgengið. Gjáarétt og gerði er nyrst í gjánni ásamt Vatnsgjá gömlu vatnsbóli.

Selgjá

Slóðar liggja um gjánna milli minja um seljabúskap fyrri tíðar. Gjárbotninn velgróinn og þýfður. Aðkoma á bílaplani innst við Heiðmerkurveg, með fræðslu/söguskilti.

Smalaholt

Þar eru fjölmargir malarstígar í skóginn, bílaplön tvö aðkoma af Elliðavatnsvegi norðan Vífilsstaðavatns. Fjöldi bekkja og áningarstaða í skóginum. Kort við aðkomu. Grænt aðkomuskilti skóga.

Sandahlíð ofan Kjóavalla

Malarstígur eftir skógi vaxinni hlið. Gott bílaplan með aðkomu frá Elliðavatnsvegi, áningarstaður með leiktækum. Kort við aðkomu.

Garðahraun efra

Malbikuð skemmtileg hringleið um Garðahraun var friðlýst 2014, aðkoma frá Hagaflöt eða norðan Kauptúnsbrúar.

Garðahverfi og Skógtjörn

Gaman að fylgjast með fuglalífinu og ganga um fjöru. Vor og haust kemur margæsin við sem fargestur.

Strandstígur Álftanes

Malarstígur er meðfram ströndinni um 3 km hann er jafnframt reiðstígur innan við sjóvarnargarða sem teygja sig meðfram ströndinni. Hægt er að komast niður í fjöru við Sandvík og Seylu. Fjölbreytt fuglalíf allt árið. Bílaplan er við Kasthúsatjörn þar er fuglaskilti, einnig er hægt að leggja bílum við Seylu.

Seylan og Skansinn

Gengið eftir flóðvarnargarði sem stíflaði Bessastaðatjörnina, áður heit svæðið Dugguós. Fræðsluskilti er við Skansinn um sögu staðarins. Að ganga út að hinum sögufræga Skansi hvort sem ferðin hefst við Bessastaði eða Seyluna þá er gengið með fram Bessastaðatjörn.

Gálgahraun

Fornir slóðar Fógetastígur og stikuð leið liggur nær ströndinni. Gálgahraun var friðlýst árið 2009. Áhugavert að ganga þar um og hugsa til ferðar fólks á kúskinsskóm um hraunið fyrr á tíð og setjast niður norðan við Gálgakletta og horfa til Bessastaða og hugleiða söguna. Fallega vogskorin ströndin þar sem sjórinn gengur inn í víkur á flóði. Aðkoma við hringtorg á Hraunsholtsbraut að norðan, en Garðastekk að sunnan. Þar eru fræðsluskilti um söguna og fornar leiðir.