Veggir og girðingar

Á fundi skipulagsnefndar þann 8. apríl síðastliðinn var samþykkt að vísa tillögu að samþykkt um veggi og girðingar í Garðabæ, almennar leiðbeiningar til íbúa, í almenna kynningu á meðal íbúa.

Á fundi skipulagsnefndar þann 8. apríl síðastliðinn var samþykkt að vísa tillögu að samþykkt um veggi og girðingar í Garðabæ, almennar leiðbeiningar til íbúa, í almenna kynningu á meðal íbúa.

Markmiðið með samþykktinni er að skapa umgjörð um veggi og girðingar og leiðbeina íbúum Garðabæjar. Samþykktin tekur á reglum garðabæjar um veggi og girðinga, fer yfir lög og reglur sem gilda og veitir mikilvægar upplýsingar til íbúa í framkvæmdahugleiðingum á einkalóðum.

Að lokinni kynningu verða ábendingar frá íbúum lagðar fyrir skipulagsnefnd sem tekur afstöðu til innsendra ábendinga og leggur til breytingar á samþykktinni ef talin er þörf á.