Veggir og girðingar
Veggir og girðingar á lóðum eru m.a. nýttir til skjóls- og rýmismyndunar og hafa mikil sjónræn áhrif á götumynd bæjarins. Ef veggir og girðingar á lóðum eru of háir geta þeir dregið úr öryggi, varpað skugga og skapað fráhrindandi umhverfi.
Veggir, girðingar og gróður á lóðamörkum að götu mega ekki hindra sjónlínur vegfarenda og ekki hindra sýn á gatnamótum með tilliti til umferðaröryggis.
Garðabær hefur gæði og fegurð bæjarmyndarinnar að leiðarljósi.
Markmiðið með samþykktinni er að skapa umgjörð um veggi og girðingar og leiðbeina íbúum Garðabæjar. Samþykktin tekur á reglum Garðabæjar um veggi og girðingar, fer yfir lög og reglur sem gilda og veitir mikilvægar upplýsingar til íbúa í framkvæmdahugleiðingum á einkalóðum.
Í greinargerðum deiliskipulaga er oft á tíðum ákvæði um hámarkshæðir og útfærslur veggja og girðinga. Garðabær hvetur íbúa að kynna sér ákvæðin í þeirra hverfi. Ef ekki er kveðið á um hámarkshæðir og útfærslur veggja og girðinga í deiliskipulagi gilda ákvæði samþykktar Garðabæjar um veggi og girðingar.
Á kortvef Garðabæjar má finna þau deiliskipulög sem í gildi eru. Í flettistiku til vinstri undir skipulag skal haka við deiliskipulag.