Félagslegar leiguíbúðir

Líta ber á leigu í félagslegu leiguhúsnæði sem tímabundna úrlausn og geta breytingar til að mynda á hjúskaparstöðu, fjölskyldustærð eða fjárhagsstöðu leitt til endurskoðunar á leigurétti. Upplýsinga um þessa þætti er aflað á hverju ári.



Almennar spurningar vegna félagslegra leiguíbúða

Umsóknarferlið

  • Sótt er um félagslegar leiguíbúðir á Þjónustugátt Garðabæjar. 
  • Umsóknir eru afgreiddar samkvæmt stigakerfi og tekur það til tekna, húsnæðisaðstæðna, félagslegra aðstæðna, stöðu umsækjanda og aldurs umsóknar. Umsókn þarf að lágmarki 5 stig eða fleiri til að fara á biðlista í tilfelli einstaklinga, hjóna eða sambúðarfólks án barna. Lágmarkið er 7 stig ef einstaklingur, hjón eða sambúðarfólk eru með eitt barn og 8 stig ef fólk er með tvö börn. Endurnýja þarf umsókn á hverju ári, að öðrum kosti er hún tekin af biðlista. 

Skilyrði fyrir félagslegri leiguíbúð

Ákveðin skilyrði eru fyrir umsókn um félagslega leiguíbúð sem umsækjandi þarf að uppfylla:

  • Umsækjandi verður að eiga lögheimili og aðsetur í Garðabæ.
  • Umsækjandi má ekki eiga fasteign í neinu formi sem jafna má til íbúðarhúsnæðis, hvorki hérlendis né erlendis.
  • Umsækjandi má ekki fara yfir tekju- og eignamörk. 

Hvernig sæki ég um sérstakan húsnæðisstuðning? 

  • Forsenda fyrir sérstökum húsnæðisstuðningi hjá Garðabæ er að fólk hafi sótt um húsnæðisbætur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og fengið samþykkta umsókn. Þær er hægt að sækja um á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
  • Garðabær annast afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings fyrir sína íbúa. Hægt er að sækja um sérstakan húsnæðistuðning með því að fylla út umsókn á Þjónustugátt Garðabæjar. 
  • Umsókn um sérstakan húsnæðsstuðning skal hafa borist eigi síðar en 20. dag fyrsta greiðslumánaðar. Ef umsókn berst seinna verða húsaleigubætur ekki greiddar vegna þess mánaðar.

  • Fyrirspurnir um sérstakan húsnæðisstuðning sendist á netfangið: husbot@gardabaer.is

Get ég óskað eftir flutningi?

  •  Já, þeir sem telja félagslega leiguíbúð ekki henta sér vegna stærðar eða breytinga á fjölskyldumynstri geta óskað eftir flutningi í aðra íbúð, háð endurmati á aðstæðum umsækjanda.  

Spurningar vegna breytinga á leiguverði Garðabæjar á árinu 2023

Hvernig breytist leigan mín?

  • Frá og með 1. nóvember 2023 mun grunnleiguverð íbúða í eigu bæjarins ákvarðast þannig að fast verð á hverri íbúð verður 70.000 kr. á mánuði auk fermetraverðs 1.100 kr. á mánuði. Miðað er við birt flatarmál íbúða samkvæmt fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands. Báðar fjárhæðir taka mið af breytingum á vísitölu neysluverðs.
  • Vinsamlegast athugið að þessi breyting tekur ekki til greiðslna í hússjóð. Hússjóður er ákveðinn af húsfélagi hvers íbúðarhúss. 

Hvers vegna er verið að breyta leigunni? 

  • Breytingin er liður í því að samræma leiguverð íbúða. Með þessu er jafnræði tryggt og stuðlað að bættum fyrirsjáanleika fyrir leigjendur félagslegra leiguíbúða í eigu Garðabæjar.

Þarf ég að gera eitthvað vegna þessara breytinga á leiguverði?

  • Já, þú verður að gera nýjan leigusamning um íbúðina sem þú hefur á leigu. Leigjandi verður boðaður til viðtals þegar kemur að undirritun nýs leigusamnings. Í leigusamningnum verður ákvæði um það hvernig leigan tekur hækkun en hún mun verða bundin við vísitölu neysluverðs í nóvember 2023 og uppfærð mánaðarlega.

Get ég fengið að sjá nýja leigusamningsformið áður en ég kem í viðtal?

  •  Já, með viðtalsboðuninni færð þú afrit af nýja leigusamningnum svo þú getir lesið hann yfir fyrir viðtalið. 

Leigan mín hækkaði meira en ég ræð við að borga. Hvað get ég gert? 

  • Ef leiga mín hækkar meira en 25.000 kr. á mánuði verður skoðað hvort hægt sé að koma til móts við þínar aðstæður, t.d. að hækkun fari fram í þrepum.