Jazzþorpið í Garðabæ
Jazzþorpið er haldið eina helgi í maí á ári hverju og aðgangur er ókeypis. Hátíðin er á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar
Jazzþorpið í Garðabæ er hátíð sem fór fyrst fram í maí 2023 á göngugötunni Garðatorgi. Listrænn stjórnandi Jazzþorpsins er Ómar Guðjónsson sem fær til liðs við sig marga af bestu jazztónlistarmönnum landsins sem flytja tónlist og halda erindi á hátíðinni. Samstarf við Góða hirðinn er einn af lykilþáttum í að gera þorpið notalegan stað þar sem fólk á öllum aldri kemur saman en húsgögn og smámunir eru til sölu á meðan á Jazzþorpinu stendur. Annað einkenni þorpsins eru marglitar kúlur sem skreyta loftið á Garðatorgi á meðan á hátíðinni stendur. Upplifunarhönnuður Jazzþorpsins er Kristín Guðjónsdóttir.
Jazzþorpið er haldið eina helgi í maí á ári hverju og aðgangur er ókeypis. Hátíðin er á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar
Áður var haldin Jazzhátíð Garðabæjar frá árinu 2006 og listrænn stjórnandi var Sigurður Flosason.