Jazzhátíð Garðabæjar

Jazzhátíð Garðabæjar hefur verið haldin árlega frá árinu 2006.  Hátíðin er haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar.

Listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi er Sigurður Flosason tónlistarmaður og fyrrum bæjarlistamaður Garðabæjar.

Á jazzhátíðunum hefur verið boðið upp á fjölbreytta dagskrá með mörgum af bestu jazztónlistarmönnum landsins. Aðgangur að hátíðinni er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

Jazzhátíð Garðabæjar féll niður vorið 2020 vegna Covid-19.

Fésbókarsíða Jazzhátíðar Garðabæjar.