Innritun í grunnskóla

Í Garðabæ velja foreldrar skóla fyrir barn sitt og bera ábyrgð á að innrita barnið í þann skóla sem þeir velja.

Í Garðabæ velja foreldrar skóla fyrir barn sitt og bera ábyrgð á að innrita barnið í þann skóla sem þeir velja.

Skólarnir sem innrita börn í 1. bekk kynna starf sitt fyrir foreldrum verðandi grunnskólanemenda í febrúar/mars ár hvert. Einnig fer fram kynning fyrir nemendur sem eru að fara í 8. bekk og foreldra þeirra á þeim kostum sem nemendur í Garðabæ hafa á efsta stigi grunnskóla.

Skólaskylda hefst að jafnaði á því ári sem barn verður sex ára. Reglur Garðabæjar varðandi óskir um að flýta eða seinka upphafi grunnskólagöngu.

Innritun í grunnskóla er rafræn og umsóknir eru á Mínum Garðabæ.

Hér má lesa reglur Garðabæjar um myndatöku, myndbandsupptökur og birtingu myndefnis og hér má lesa um notkun upplýsingatækni í grunnskólastarfi. 

Nánari upplýsingar eru á vefjum grunnskólanna.


Var efnið hjálplegt? Nei