Merki Garðabæjar

Skömmu eftir að Garðabær fékk kaupstaðaréttindi, 1. janúar 1976, var merki bæjarins tekið í notkun. Merkið hannaði Erna Ragnarsdóttir. Hún sá Búrfellið, hraunið og öldur hafsins sem einkenni fyrir bæinn. Græni liturinn táknar mosann á hraununum. 

Á árinu 2002 var merkið endurteiknað af Auglýsingastofu Guðrúnar Önnu til að það uppfyllti skilyrði reglugerðar um skráningu byggðamerkja um að vera í samræmi við meginreglur skjaldarmerkjafræðinnar.

Merkið var skráð af Einkaleyfastofunni í samræmi við reglugerð um skráningu byggðarmerkja 11. febrúar 2003. Sjá byggðamerkjaskrá 

Leiðbeiningar um notkun merkisins

Merki Garðabæjar í mismunandi formi

Vektor form (eps)

PDF-skjöl

JPG form

PNG form