Fréttir

Fyrirsagnalisti

Turn tekin úr kirkjuturni

14. des. 2018 : Nýta þarf hvatapeninga fyrir áramót

Foreldrar eru minntir á að nýta hvatapeninga ársins 2018 fyrir áramót. Hvatapeningar ársins 2018 eru 50.000 krónur á barn. Öll börn á aldrinum 5-18 ára, með lögheimili í Garðabæ, fá hvatapeninga, þ.e. börn fædd á árunum 2000-2013.

Lesa meira
Turn tekin úr kirkjuturni

13. des. 2018 : Auglýsing um samþykkt bæjarstjórnar Garðabæjar

 Eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir og deiliskipulagsbreytingar hafa verið samþykkt af bæjarstjórn Garðabæjar, birtar í B-deild Stjórnartíðinda og hafa öðlast gildi. Í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er niðurstaða bæjarstjórnar hér með auglýst.

Lesa meira
Helena var með fræðslufyrirlestur

12. des. 2018 : Skólastjórnendum boðið til fræðslufundar

Í dag, 12. desember var skólastjórnendum í Garðabæ boðið á fræðslufund í GKG. Fyrirlesari var Helena Ólafsdóttir knattspyrnuþjálfari og nefndist fyrirlestur hennar „ mikilvægi liðheildar“

Lesa meira
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins kynnti samþykkta brunavarnaráætlun

11. des. 2018 : Brunavarnaáætlun kynnt í bæjarráði

Á fund bæjarráðs Garðabæjar í morgun, 11. desember mættu Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins og Ingveldur Lára Þórðardóttir, skrifstofustjóri SHS og kynntu þau samþykkta brunavarnaáætlun.

Lesa meira
Vindflokkarinn Kári

11. des. 2018 : Flokkum í desember

Aðgengi að ruslatunnum hefur verið gott í desember og er sorphirða á áætlun. Unnið verður stíft fram að jólum og milli jóla og nýárs við að losa tunnur í Garðabæ og er mikilvægt að greiða götu starfsfólks við sorphirðustörf með snjómokstri og hálkuvörnum ef svo ber undir. 

Lesa meira
Garðabær

7. des. 2018 : Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2019 samþykkt í bæjarstjórn

Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar 6. desember sl. var fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 samþykkt.

Lesa meira
Turn tekin úr kirkjuturni

7. des. 2018 : Umsækjendur um starf forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs

Á fundi bæjarráðs sem haldin var 4. desember sl. voru lagðar fram umsóknir um starf forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs.

Lesa meira
Guðfinna Björk Kristjánsdóttir, upplýsingastjóri lést þriðjudaginn 27. nóvember 2018.

5. des. 2018 : Lokað vegna útfarar

Elskuleg samstarfskona okkar, Guðfinna Björk Kristjánsdóttir, upplýsingastjóri lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 27. nóvember sl.

Lesa meira
1. desember á Garðatorgi

5. des. 2018 : Jólastemning á Garðatorgi

Laugardaginn 1. desember sl. voru ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi. Jólatréð kemur frá vinabænum Asker í Noregi og þetta var í 49. sinn sem Garðbæingar fengu þessa vinagjöf frá Asker.

Lesa meira
Jóla- og góðgerðardagur á Álftanesi

3. des. 2018 : Vel heppnaður jóla- og góðgerðardagur

Hinn árlegi jóla- og góðgerðardagur á Álftanesi var haldinn laugardaginn 1. desember síðastliðinn í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi. Dagskrá innandyra stóð yfir frá hádegi en kl. 16:10 voru ljósin svo tendruð á jólatrénu fyrir utan íþróttamiðstöðina.

Lesa meira
Jólatréð sett upp á Garðatorgi

30. nóv. 2018 : Fjölbreytt dagskrá á aðventunni í Garðabæ

Fjölmargir menningarviðburðir verða í boði á aðventunni í Garðabæ. Í viðburðadagatalinu á vef Garðabæjar er hægt að sjá nánari upplýsingar um hvern viðburð.

Lesa meira
Starfsmenn Asker fella jólatréð sem er fengið úr garði íbúa í Asker

30. nóv. 2018 : Ljósin tendruð á vinabæjarjólatrénu á Garðatorgi

Laugardaginn 1. desember nk. verða ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi. Jólatréð er gjöf frá Asker, vinabæ Garðabæjar í Noregi, og þetta er í 49. sinn sem Garðbæingar fá þessa vinasendingu þaðan. 

Lesa meira
Síða 1 af 552