Fréttir

Fyrirsagnalisti

Heitavatnslaust á Álftanesi, Lynghólum og Hraunhólum þriðjudaginn 24. maí frá kl. 04-17

23. maí 2022 : Heitavatnslaust á Álftanesi, Lynghólum og Hraunhólum 24. maí

Heitavatnslaust verður á Álftanesi og í Lynghólum og Hraunhólum þriðjudaginn 24. maí kl. 04:00-17:00. Sundlaugin á Álftanesi verður lokuð þann dag. 

Lesa meira
Menntastefna Garðabæjar

23. maí 2022 : Ný menntastefna Garðabæjar

Menntastefna Garðabæjar 2022-2030 hefur nú litið dagsins ljós. Eldri stefna sveitarfélagsins var endurskoðuð og var það gert í víðtæku samráði við börn í leik-, grunn- og tónlistarskólum, starfsfólk, kjörna fulltrúa, forráðamenn og bæjarbúa. 

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

23. maí 2022 : M-listi hefur kært framkvæmd kosninganna

M-listi Miðflokksins hefur kært framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna í Garðabæ til úrskurðarnefndar kosningamála. Í kærunni er vísað til þess að kjörseðill hafi verið þannig gerður að ekki hafi gætt jafnræðis með framboðum.

Lesa meira
Ærslabelgur við Hofsstaðaskóla

20. maí 2022 : Ærslabelgir í Garðabæ

Ærslabelgir eru gríðarlega vinsælir um þessar mundir. Um er að ræða uppblásnar hoppudýnur sem koma í allskyns stærðum og gerðum. Hugmyndin og virknin er einföld; á ærslabelg eiga allir að geta notið sín og leikið sér við að hoppa og skoppa.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

18. maí 2022 : Endurtalningu lokið - sama niðurstaða

Miðvikudaginn 18. maí 2022 fór fram endurtalning í Garðabæ á atkvæðum úr sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru sl. laugardag. Farið var yfir flokkun á öllum atkvæðum og hvert einasta atkvæði talið upp á nýtt. Atkvæðafjöldinn skiptist með nákvæmlega sama hætti milli flokka í endurtalningunni og í upphaflegri talningu.

Lesa meira
Stjörnuhlaupið 2021

18. maí 2022 : Stjörnuhlaupið 2022

Stjörnuhlaupið fer fram síðdegis laugardaginn 21. maí og líkt og í fyrra verður hlaupið ræst kl. 16:00. Boðið verður upp á tvær hlaupaleiðir, annars vegar 10 km hring og hins vegar 4 km hring.

Lesa meira
Vígsla fræðsluskilta um fuglalíf við Urriðavatn

18. maí 2022 : Ný fræðsluskilti um fuglalíf við Urriðavatn

Við Urriðavatn í Garðabæ er að finna fjölmörg ný fræðsluskilti um fuglalíf við vatnið. Uppsetning fræðsluskiltanna er samstarfsverkefni Toyota á Íslandi og Garðabæjar.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

17. maí 2022 : Endurtalning atkvæða

Yfirkjörstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að verða við beiðni um endurtalningu atkvæða vegna sveitarstjórnarkosninga. Endurtalning fer fram miðvikudaginn 18. maí nk.

Lesa meira

15. maí 2022 : Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Garðabæ

Fjórir listar fengu fulltrúa kjörna í bæjarstjórn, D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk 7 fulltrúa, G-listi Garðabæjarlistans fékk 2 fulltrúa, C-listi Viðreisnar fékk 1 fulltrúa og B-listi Framsóknarflokks 1 fulltrúa.

Lesa meira

14. maí 2022 : Kjörsókn í Garðabæ - nýjustu tölur

Kjörfundur vegna kosninga til bæjarstjórnar Garðabæjar hófst í morgun laugardaginn 14. maí 2022 kl. 09:00 og stendur til kl. 22:00 í kvöld.  Hér á vef Garðabæjar verða settar inn tölur yfir daginn um kjörsókn.

Lesa meira

13. maí 2022 : Vífilsbúð – ný útilífsmiðstöð skáta vígð

Miðvikudaginn 11. maí sl. var ný útilífsmiðstöð skátafélagsins Vífils er nefnist Vífilsbúð vígð. Útilífsmiðstöðin Vífilsbúð er staðsett við Grunnuvötn í Heiðmörk. Með tilkomu hinnar nýju útilífsmiðstöðvar Vífilsbúðar skapast betri möguleikar á að efla áhuga barna og unglinga á starfsemi skátafélagsins enda verður húsnæðið notað til að starfrækja fjölbreytta uppeldisstarfsemi í anda skátahreyfingarinnar.

Lesa meira

13. maí 2022 : Sveitarstjórnarkosningar laugardaginn 14. maí

Kjörfundur vegna kosninga til bæjarstjórnar Garðabæjar, er fram eiga að fara laugardaginn 14. maí 2022, verður í íþróttamiðstöðinni Mýrinni við Skólabraut og Álftanesskóla við Breiðumýri. Kjörfundur mun hefjast kl. 09:00 og standa til kl. 22:00.

Lesa meira
Síða 1 af 492