Fréttir: mars 2020

Fyrirsagnalisti

Bæjarstjórn í beinni

31. mar. 2020 : Fjárhagslegar aðgerðir Garðabæjar vegna COVID-19

Tillaga að aðgerðaráætlun að fyrstu viðbrögðum Garðabæjar yfir fjárhagslegar aðgerðir vegna COVID-19 faraldursins var samþykkt á fundi bæjarráðs Garðabæjar í morgun, þriðjudaginn 31. mars. Tillögunni var þar vísað til úrvinnslu og framkvæmdar bæjarstjóra Garðabæjar.

Lesa meira
Trjáklipping frá göngustíg

30. mar. 2020 : Gróður á lóðamörkum

Garðyrkjustjóri Garðabæjar gerir árlega úttekt á trjágróðri við lóðarmörk. Úttektin er gerð til að fyrirbyggja slys, tjón og ýmis óþægindi sem getur fylgt því að gróður vaxi út fyrir rými sitt.

Lesa meira
Gönguleiðir í Garðabæ í Wappinu

27. mar. 2020 : Útivist og gönguleiðir í Garðabæ – gönguleiðir í Wapp-inu

 Í Garðabæ eru margar skemmtilegar gönguleiðir bæði í þéttbýli sem og utan. Undanfarin ár hafa Garðabær og Wapp (Walking app) verið í samstarfi um birtingu gönguleiða eða svokallaðra söguleiða auk hreyfileiða, þ.e. hjóla- og hlaupaleiða, í Garðabæ í leiðsagnarappinu Wappinu. Leiðirnar í Garðabæ eru notendum smáforritsins Wapp að kostnaðarlausu í boði Garðabæjar.

Lesa meira
Álftaneslaug

25. mar. 2020 : Gildistími aðgangskorta í sund og heilsurækt framlengdur

Öll tímabilskort í sund og heilsurækt í Ásgarðslaug og Álftaneslaug verða framlengd um þann tíma sem lokun af völdum samkomubanns yfirvalda stendur. 

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

25. mar. 2020 : Breyttur afgreiðslutími í þjónustuveri Garðabæjar

Í ljósi neyðarstigs almannavarna sem nú er í gildi vegna COVID-19 faraldursins eru íbúar og viðskiptavinir sem eiga erindi við bæjarskrifstofur Garðabæjar hvattir til að senda tölvupóst á gardabaer@gardabaer.is eða hringja í þjónustuverið í s. 525 8500 til að takmarka komur á bæjarskrifstofurnar.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

24. mar. 2020 : Þjónustugjöld leik-, grunnskóla og frístundaheimila

Á fundi stjórnar Samtaka Sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þann 23.mars ákvað stjórn að leggja til við aðildarsveitarfélögin samræmdar tillögur er varða fyrirkomulag afslátta af þjónustugjöldum leik-, grunnskóla og frístundaheimila er koma til vegna Covid-19 veiru faraldsins.

Lesa meira
Jóhann Skagfjörð

23. mar. 2020 : Nýr skólastjóri Garðaskóla

Jóhann Skagfjörð Magnússon hefur verið ráðinn í starf skólastjóra Garðaskóla.

Lesa meira
covid.is

23. mar. 2020 : Sundlaugum, íþróttamiðstöðvum og söfnum lokað

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar en áður vegna hraðari útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Viðburðir þar sem fólk kemur saman verða takmarkaðir við 20 manns í stað 100 áður.

Lesa meira
Hringjum í eldra fólk

20. mar. 2020 : Hlúum hvert að öðru

Á meðan á samkomubanni stendur er mikilvægt að sporna gegn félagslegri einangrun fólks. Hringjum í eldra fólk.

Lesa meira
Turn tekin úr kirkjuturni

18. mar. 2020 : Frístundabíllinn keyrir ekki dagana 16.-20. mars

Frístundabíllinn í Garðabæ keyrir ekki dagana 16.- 20. mars vegna samkomubanns á landinu.

Lesa meira
Þverun á Norðurnesvegi

18. mar. 2020 : Norðurnesvegur þveraður á fimmtudag frá kl. 9-12

Vegna framkvæmda við endurnýjun lagna í Túngötu verður Norðurnesvegur þveraður á fimmtudag 19. mars nk. frá kl. 09:00 til kl 12:00.

Lesa meira

17. mar. 2020 : Sterk fjárhagsstaða Garðabæjar

Ársreikningur Garðabæjar fyrir árið 2019, sem lagður var fram á fundi bæjarráðs Garðabæjar 17. mars 2020 lýsir sterkri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.

Lesa meira
Síða 1 af 2