Fréttir: maí 2021
Fyrirsagnalisti
Kjóstu þitt uppáhaldsverkefni
Rafrænar kosningar í lýðræðisverkefninu Betri Garðabæ eru hafnar og standa yfir til 7. júní nk. Alls eru 23 hugmyndir á rafrænu kjörseðli. 15 ára og eldri með lögheimili í Garðabæ mega kjósa.
Lesa meiraStjörnuhlaupið fer fram laugardaginn 29. maí
Stjörnuhlaupið fer fram í Garðabæ laugardaginn 29. maí næstkomandi. Boðið er upp á tvær vegalengdir, 10 km og 2 km, og hefst hlaupið frá Garðatorgi. Tónar verða farnir að hljóma frá plötusnúði upp úr 15:00 og hlauparar að gera sig klára fram að ræsingu.
Lesa meiraAuglýst eftir rekstraraðila fyrir veislusal Garðaholts
Garðabær auglýsir eftir rekstraraðila til að annast rekstur á veislusalnum í samkomuhúsinu á Garðaholti.
Lesa meiraCovid-19: Verulega dregið úr samkomutakmörkunum frá 25. maí
Fjöldatakmörk hækka í 150 manns og slakað verður á grímuskyldu og tveggja metra reglunni frá 25. maí. Reglugerð um breytingarnar gildir til 16. júní nk.
Lesa meiraSérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur til barna - má nýta í sumarnámskeið
Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 faraldursins er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Frestur til að sækja um hefur verið framlengdur til 31. júlí nk. og hægt er að nýta styrkinn vegna útlagðs kostnaðar við íþrótta- og tómstundastarf á skólaárinu 2020- 2021 og sumar 2021, allt að 45.000 kr. fyrir hvert barn.
Lesa meiraStöndum saman um að minnka líkur á gróðureldum
Þrátt fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga þá hefur ógninni á gróðureldum ekki verið afstýrt þar sem gróður og sina eru ennþá mjög þurr.
Lesa meiraRafrænar kosningar í Betri Garðabæ 26. maí – 7. júní
23 verkefni eru á rafrænum kjörseðli í kosningunum sem hefjast 26. maí nk og standa til 7. júní. Íbúar sem verða 15 ára á kosningaárinu (fæddir 2006) og eldri, með skráð lögheimili í Garðabæ fá þar tækifæri til að ráðstafa allt að 100 milljónum í verkefni sem þeir vilja sjá framkvæmd í sveitarfélaginu næstu tvö árin.
Lesa meiraUppbygging í Vetrarmýri
Nýverið auglýsti Garðabær eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu útboði vegna kaupa á þjónustu og ráðgjöf við úthlutun lóðarréttinda og sölu byggingarrétta í Vetrarmýri í landi Vífilsstaða í Garðabæ. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 28. maí nk. kl. 14:00.
Lesa meiraMatjurtagarðar í Garðabæ
Garðbæingum gefst kostur á að leigja garða og matjurtakassa til ræktunar matjurta á þremur stöðum í sumar í Hæðahverfi, á Álftanesi og í Urriðaholti.
Lesa meiraStjörnuhlaupið 2021
Stjörnuhlaupið fer fram í Garðabæ þann 29. maí næstkomandi. Boðið er upp á tvær vegalengdir, 10 km og 2 km, og hefst hlaupið kl. 16:00 frá Garðatorgi.
Lesa meiraCovid-19: Tilslakanir frá 10. maí
Fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns, sund- baðstaðir og líkamsræktarstöðva mega taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum og sviðslistum verður 75 í hverju hólfi eða á sviði og hámarksfjöldi gesta á sitjandi viðburðum fer úr 100 í 150 manns.
Lesa meiraNý og fleiri sumarstörf í Garðabæ
Búið er að opna fyrir umsóknir um ný og fleiri sumarstörf fyrir ungmenni 17 ára og eldri.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða