Fréttir: júní 2021
Fyrirsagnalisti
Þróunarsjóðsverkefni leik- og grunnskóla aðgengileg á vefnum
Nú er hægt að skoða þróunarsjóðsverkefni leik- og grunnskóla í Garðabæ hér á vef Garðabæjar á aðgengilegri hátt en áður. Lokaskýrslur þróunarverkefna eru birtar á nýjum undirsíðum þar sem verkefnin eru flokkuð eftir skólastigum: leikskólastig, yngsta stig grunnskóla, miðstig grunnskóla og unglingastig grunnskóla.
Lesa meiraQigong tímar í bæjargarðinum í sumar
Það var sannkallað sumarveður þegar boðið var upp á fyrsta Qigong tímann í bæjargarðinum miðvikudaginn 23. júní sl. Alla miðvikudaga í sumar til 18. ágúst nk. ætla Garðabær og hreyfingar - og heilsustöðin Tveir heimar að bjóða upp á Qigong hreyfilist fyrir íbúa bæjarins og öðrum gestum þeim að kostnaðarlausu.
Lesa meiraCOVID-19: Aflétting allra samkomutakmarkana 26. júní
Frá og með 26. júní falla úr gildi allar takmarkanir á samkomum innanlands skv. ákvörðun heilbrigðisráðherra. Frá 1. júlí taka gildi breyttar reglur varðandi sýnatökur á landamærum.
Lesa meiraSnyrtilegt umhverfi
Umhverfisnefnd Garðabæjar auglýsir eftir ábendingum frá bæjarbúum í tengslum við árlegar umhverfisviðurkenningar nefndarinnar um t.d. snyrtilegar lóðir íbúðarhúsnæðis og fyrirtækja og eftirtektarverðan árangur íbúa eða fyrirtækis í flokkun og úrgangsstjórnun.
Lesa meiraJónsmessugleði Grósku í tólfta sinn
Jónsmessugleði myndlistarfélagsins Grósku verður haldin í tólfta sinn í kvöld, fimmtudaginn 24. júní kl. 19.30-22 með þemanu „leiktjöld litanna“. Fjölbreytileg og sérlega litrík listaverk verða til sýnis við Strandstíginn í Sjálandshverfi Garðabæjar og að þessu sinni stendur sjálf myndlistarsýningin yfir fram á sunnudaginn 27. júní.
Lesa meiraNýr stígur við Bessastaði
Þann 21. júní sl. vígði forseti Íslands formlega nýjan útivistarstíg meðfram heimreiðinni að Bessastöðum, að forsetafrú viðstaddri.
Lesa meiraSkautun fjallkonu Garðabæjar
Að morgni þjóðhátíðardagsins var flutt rafræn kveðja á fésbókarsíðu Garðabæjar þar Gunnar Valur Gíslason, formaður menningar- og safnanefndar bauð fólk velkomið á hátíðarhöld bæjarins og Björg Fenger, forseti bæjarstjórnar flutti hátíðarávarp. Því næst var sýnt frá skautun fjallkonu sem klæddist skautbúningi og skarti frá kvenfélögunum í bænum.
Lesa meiraHátíðarstund við Jónshús
Það var hátíðleg stund við félagsmiðstöðina Jónshús miðvikudaginn 16. júní sl. þegar eldri borgarar og börn í leikskólanum Sjálandi tóku forskot á 17. júní hátíðarhöld.
Lesa meiraFundur almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins
Fundur Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins var haldinn í dag, 18. júní í Garðabæ, nánar tiltekið í Sveinatungu, fjölnota fundarsal bæjarstjórnar Garðabæjar.
Lesa meiraSamningar við Janus heilsueflingu
Miðvikudaginn 16. júní voru undirritaðir tveir merkir samningar. Annars vegar undirrituðu Dr. Janus Guðlaugsson og Stefanía Magnúsdóttir fv. formaður Félag eldri borgara í Garðabæ (FEBG) samning til eflingar heilsuræktar eldra fólks í Garðabæ. Hins vegar undirrituðu Þórunn Sveinbjörnsdóttir fv. formaður Landssambands eldri borgara (LEB) og Dr. Janus samning við LEB til að efla þátttöku eldra fólks í heilsueflingu.
Lesa meiraSumarfjör -leikjanámskeið fyrir börn
Sumarfjör er leikjanámskeið á vegum Garðabæjar fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Námskeiðin eru í boði frá 21. júní - 30. júlí 2021.
Lesa meiraTölfræði úr rafrænum kosningum Betri Garðabæjar
Alls kusu 2473 eða um 17,1% íbúa Garðabæjar sem voru á kjörskrá, þ.e. íbúar sem verða 15 ára á árinu (fæddir 2006) og eldri.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða