Fréttir: júní 2021

Fyrirsagnalisti

Kristjana og Sigríður Hulda

30. jún. 2021 Grunnskólar Leikskólar Stjórnsýsla Þróunarsjóðir : Þróunarsjóðsverkefni leik- og grunnskóla aðgengileg á vefnum

Nú er hægt að skoða þróunarsjóðsverkefni leik- og grunnskóla í Garðabæ hér á vef Garðabæjar á aðgengilegri hátt en áður. Lokaskýrslur þróunarverkefna eru birtar á nýjum undirsíðum þar sem verkefnin eru flokkuð eftir skólastigum: leikskólastig, yngsta stig grunnskóla, miðstig grunnskóla og unglingastig grunnskóla.

Lesa meira
Qigong í Bæjargarðinum í Garðabæ

25. jún. 2021 Íþróttir og tómstundastarf Útivist : Qigong tímar í bæjargarðinum í sumar

Það var sannkallað sumarveður þegar boðið var upp á fyrsta Qigong tímann í bæjargarðinum miðvikudaginn 23. júní sl. Alla miðvikudaga í sumar til 18. ágúst nk. ætla Garðabær og hreyfingar - og heilsustöðin Tveir heimar að bjóða upp á Qigong hreyfilist fyrir íbúa bæjarins og öðrum gestum þeim að kostnaðarlausu. 

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

25. jún. 2021 Almannavarnir Covid–19 Stjórnsýsla : COVID-19: Aflétting allra samkomutakmarkana 26. júní

Frá og með 26. júní falla úr gildi allar takmarkanir á samkomum innanlands skv. ákvörðun heilbrigðisráðherra. Frá 1. júlí taka gildi breyttar reglur varðandi sýnatökur á landamærum.

Lesa meira

24. jún. 2021 : Snyrtilegt umhverfi

Umhverfisnefnd Garðabæjar auglýsir eftir ábendingum frá bæjarbúum í tengslum við árlegar umhverfisviðurkenningar nefndarinnar um t.d. snyrtilegar lóðir íbúðarhúsnæðis og fyrirtækja og eftirtektarverðan árangur íbúa eða fyrirtækis í flokkun og úrgangsstjórnun.

Lesa meira
Jónsmessugleði Grósku

24. jún. 2021 : Jónsmessugleði Grósku í tólfta sinn

Jónsmessugleði myndlistarfélagsins Grósku verður haldin í tólfta sinn í kvöld, fimmtudaginn 24. júní kl. 19.30-22 með þemanu „leiktjöld litanna“. Fjölbreytileg og sérlega litrík listaverk verða til sýnis við Strandstíginn í Sjálandshverfi Garðabæjar og að þessu sinni stendur sjálf myndlistarsýningin yfir fram á sunnudaginn 27. júní. 

Lesa meira
Sveinbjarnarstígur vígður

23. jún. 2021 : Nýr stígur við Bessastaði

Þann 21. júní sl. vígði forseti Íslands formlega nýjan útivistarstíg meðfram heimreiðinni að Bessastöðum, að forsetafrú viðstaddri. 

Lesa meira
Skautun fjallkonu Garðabæjar

18. jún. 2021 : Skautun fjallkonu Garðabæjar

Að morgni þjóðhátíðardagsins var flutt rafræn kveðja á fésbókarsíðu Garðabæjar þar Gunnar Valur Gíslason, formaður menningar- og safnanefndar bauð fólk velkomið á hátíðarhöld bæjarins og Björg Fenger, forseti bæjarstjórnar flutti hátíðarávarp. Því næst var sýnt frá skautun fjallkonu sem klæddist skautbúningi og skarti frá kvenfélögunum í bænum.

Lesa meira
Hátíðarstund við Jónshús

18. jún. 2021 : Hátíðarstund við Jónshús

Það var hátíðleg stund við félagsmiðstöðina Jónshús miðvikudaginn 16. júní sl. þegar eldri borgarar og börn í leikskólanum Sjálandi tóku forskot á 17. júní hátíðarhöld.

Lesa meira
Fundur almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins

18. jún. 2021 : Fundur almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins

Fundur Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins var haldinn í dag, 18. júní í Garðabæ, nánar tiltekið í Sveinatungu, fjölnota fundarsal bæjarstjórnar Garðabæjar.

Lesa meira
Samningar undirritaðar

17. jún. 2021 : Samningar við Janus heilsueflingu

Miðvikudaginn 16. júní voru undirritaðir tveir merkir samningar. Annars vegar undirrituðu Dr. Janus Guðlaugsson og Stefanía Magnúsdóttir fv. formaður Félag eldri borgara í Garðabæ (FEBG) samning til eflingar heilsuræktar eldra fólks í Garðabæ. Hins vegar undirrituðu Þórunn Sveinbjörnsdóttir fv. formaður Landssambands eldri borgara (LEB) og Dr. Janus samning við LEB til að efla þátttöku eldra fólks í heilsueflingu.

Lesa meira
Sumarfjör 2021

16. jún. 2021 : Sumarfjör -leikjanámskeið fyrir börn

Sumarfjör er leikjanámskeið á vegum Garðabæjar fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Námskeiðin eru í boði frá 21. júní - 30. júlí 2021.

Lesa meira

15. jún. 2021 : Tölfræði úr rafrænum kosningum Betri Garðabæjar

Alls kusu 2473 eða um 17,1% íbúa Garðabæjar sem voru á kjörskrá, þ.e. íbúar sem verða 15 ára á árinu (fæddir 2006) og eldri. 

Lesa meira
Síða 1 af 3