Fréttir: maí 2019
Fyrirsagnalisti

Sumarnámskeið fyrir börn
Á vef Garðabæjar má sjá upplýsingar um sumarnámskeið fyrir börn sem eru í boði í Garðabæ í sumar.
Lesa meira
Fuglaskoðun á Álftanesi
Þriðjudaginn 21. maí sl. fengu nemendur í fimmta bekk Álftanesskóla fræðslu um fugla í vettvangsferð undir leiðsögn fuglafræðinganna Jóhanns Óla Hilmarssonar og dr. Ólafs Einarssonar náttúrufræðings.
Lesa meira
Rafrænar kosningar í Betri Garðabæ til og með 3. júní
Rafrænar kosningar í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær standa yfir til og með mánudagsins 3. júní. Betri Garðabær er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu Garðabæjar um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri framkvæmda í nærumhverfi íbúa í Garðabæ.
Lesa meira
Könnun um nýtt leiðanet Strætó
Vinna er hafin við nýtt leiðanet Strætó, en það er skipulagt með því markmiði að tengja vagna Strætó við fyrsta áfanga Borgarlínu. Skipulagsbreytingar á Hlemmi og umferðarmiðstöð BSÍ kalla einnig á breytingu á núverandi leiðakerfi Strætó. Faghópur um almenningssamgöngur verkefnið var skipaður í byrjun febrúar og er áætlað að faghópurinn skili tillögu að nýju leiðaneti til stjórnar Strætó í nóvember á þessu ári.
Lesa meira
Malbikun og fræsing á Vífilsstaðavegi
Þriðjudaginn 28. maí er stefnt að því að malbika á Vífilsstaðavegi, hringtorg við Vífilsstaði og að Vetrarbraut. Einnig er stefnt að því að fræsa á Vífilsstaðavegi frá Litlatúni að Kirkjulundi.
Lesa meira
Truflanir á rennsli kalda vatnsins í Búðum og Lundum
Gera má ráð fyrir truflun á rennsli kalda vatnsins í Búðum og Lundum út næstu viku.
Lesa meira
Bjarni M. Bjarnason er bæjarlistamaður Garðabæjar 2019
Bjarni M. Bjarnason rithöfundur er bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2019.
Lesa meira
Rafrænar kosningar hafnar
Rafrænar kosningar í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær eru hafnar og standa yfir til 3. júní. 27 verkefnum hefur verið stillt upp á rafrænan kjörseðil og geta íbúar kosið hér.
Lesa meira
13 styrkir úr þróunarsjóði leikskóla
Þriðjudaginn 21. maí sl. var skrifað undir samninga vegna styrkja úr Þróunarsjóði leikskóla í Garðabæ. Alls voru veittir 13 styrkir til níu leikskóla.
Lesa meira
Rafrænar kosningar í Betri Garðabæ
Rafrænar kosningar í Betri Garðabæ hefjast 23. maí og standa yfir til 3. júní. Íbúar sem verða 15 ára á kosningaárinu og eldri, með skráð lögheimili í Garðabæ fá þar tækifæri til að ráðstafa allt að 100 milljónum í verkefni sem þeir vilja sjá framkvæmd í sveitarfélaginu næstu tvö árin.
Lesa meira
Rafhjól fyrir bæjarstarfsmenn
Tvö ný rafhjól hafa verið keypt fyrir bæjarstarfsmenn til að fara á milli stofnana í því skyni að efla vistvænar samgöngur og lýðheilsu starfsmanna.
Lesa meira
Hreinsunarátak í Garðabæ
Árlegt hreinsunarátak Garðabæjar var haldið dagana 23. apríl – 7. maí sl. Íbúasamtök, nágrannar, félagasamtök og skólar í bænum hafa verið hvött til að taka þátt undanfarin ár með því markmiði að Garðabær verði snyrtilegasti bær landsins.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða