Fréttir: maí 2019
Fyrirsagnalisti
Sumarnámskeið fyrir börn
Á vef Garðabæjar má sjá upplýsingar um sumarnámskeið fyrir börn sem eru í boði í Garðabæ í sumar.
Lesa meiraFuglaskoðun á Álftanesi
Þriðjudaginn 21. maí sl. fengu nemendur í fimmta bekk Álftanesskóla fræðslu um fugla í vettvangsferð undir leiðsögn fuglafræðinganna Jóhanns Óla Hilmarssonar og dr. Ólafs Einarssonar náttúrufræðings.
Lesa meiraRafrænar kosningar í Betri Garðabæ til og með 3. júní
Rafrænar kosningar í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær standa yfir til og með mánudagsins 3. júní. Betri Garðabær er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu Garðabæjar um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri framkvæmda í nærumhverfi íbúa í Garðabæ.
Lesa meiraKönnun um nýtt leiðanet Strætó
Vinna er hafin við nýtt leiðanet Strætó, en það er skipulagt með því markmiði að tengja vagna Strætó við fyrsta áfanga Borgarlínu. Skipulagsbreytingar á Hlemmi og umferðarmiðstöð BSÍ kalla einnig á breytingu á núverandi leiðakerfi Strætó. Faghópur um almenningssamgöngur verkefnið var skipaður í byrjun febrúar og er áætlað að faghópurinn skili tillögu að nýju leiðaneti til stjórnar Strætó í nóvember á þessu ári.
Lesa meiraMalbikun og fræsing á Vífilsstaðavegi
Þriðjudaginn 28. maí er stefnt að því að malbika á Vífilsstaðavegi, hringtorg við Vífilsstaði og að Vetrarbraut. Einnig er stefnt að því að fræsa á Vífilsstaðavegi frá Litlatúni að Kirkjulundi.
Lesa meiraTruflanir á rennsli kalda vatnsins í Búðum og Lundum
Gera má ráð fyrir truflun á rennsli kalda vatnsins í Búðum og Lundum út næstu viku.
Lesa meiraBjarni M. Bjarnason er bæjarlistamaður Garðabæjar 2019
Bjarni M. Bjarnason rithöfundur er bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2019.
Lesa meiraRafrænar kosningar hafnar
Rafrænar kosningar í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær eru hafnar og standa yfir til 3. júní. 27 verkefnum hefur verið stillt upp á rafrænan kjörseðil og geta íbúar kosið hér.
Lesa meira13 styrkir úr þróunarsjóði leikskóla
Þriðjudaginn 21. maí sl. var skrifað undir samninga vegna styrkja úr Þróunarsjóði leikskóla í Garðabæ. Alls voru veittir 13 styrkir til níu leikskóla.
Lesa meiraRafrænar kosningar í Betri Garðabæ
Rafrænar kosningar í Betri Garðabæ hefjast 23. maí og standa yfir til 3. júní. Íbúar sem verða 15 ára á kosningaárinu og eldri, með skráð lögheimili í Garðabæ fá þar tækifæri til að ráðstafa allt að 100 milljónum í verkefni sem þeir vilja sjá framkvæmd í sveitarfélaginu næstu tvö árin.
Lesa meiraRafhjól fyrir bæjarstarfsmenn
Tvö ný rafhjól hafa verið keypt fyrir bæjarstarfsmenn til að fara á milli stofnana í því skyni að efla vistvænar samgöngur og lýðheilsu starfsmanna.
Lesa meiraHreinsunarátak í Garðabæ
Árlegt hreinsunarátak Garðabæjar var haldið dagana 23. apríl – 7. maí sl. Íbúasamtök, nágrannar, félagasamtök og skólar í bænum hafa verið hvött til að taka þátt undanfarin ár með því markmiði að Garðabær verði snyrtilegasti bær landsins.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða