Fréttir: 2020

Fyrirsagnalisti

30. des. 2020 : Höldum jólakúluáramót

Flugeldasýning hjálparsveitar skáta í Garðabæ verður haldin á gamlárskvöld kl. 21:00 við Arnarnesvoginn og ætti að sjást víða að þannig að íbúar geti notið hennar úr fjarlægð heiman frá eða útivið á göngustígum án þess að safnast saman.

Lesa meira

28. des. 2020 : Nýta þarf hvatapeninga ársins fyrir áramót

Foreldrar/forráðamenn eru minntir á að nýta hvatapeninga ársins 2020 fyrir áramót. Hvatapeningana er hægt að nýta til að lækka kostnað við skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf.

Lesa meira
Gámagerði við Hofsstaðavöll

23. des. 2020 : Sorphirða um jól og áramót

Sorphirða fer fram núna síðustu daga fyrir jól og á aðfangadag skv. sorphirðudagatali og aftur strax eftir áramót (pappírstunna er tæmd milli jóla og nýárs). Umframsorp sem kemst ekki fyrir í almennu tunnunum má skilja eftir í vel lokuðum plastpokum við hliðina á sorptunnunum við fyrstu tæmingu eftir áramót en íbúar eru jafnframt hvattir til að flokka vel og nýta grenndargáma eða endurvinnslustöðvar Sorpu.

Lesa meira
Höldum jólakúlujól

23. des. 2020 : Jólakúlujól 2020

Á vefnum covid.is er að finna margvíslegar upplýsingar fyrir almenning um Covid-19 faraldurinn. Þar á meðal eru góð ráð fyrir jólin og hvatning til að halda upp á jól og áramót með öðru sniði. 

Lesa meira
Áhorfendur á íþróttahátíð Garðabæjar 2018

23. des. 2020 : Íþróttamenn Garðabæjar 2020 - kosning

Fimm konur og fimm karlar hafa verið tilnefnd af ÍTG til íþróttakonu og íþróttkarls 2020. Almenningi gefst kostur á að hafa áhrif á kjörið með því að taka þátt í vefkosningu sem stendur frá 23. desember 2020 til 4. janúar 2021. 

Lesa meira
Mozart við kertaljós

18. des. 2020 : ,,Mozart við kertaljós" í beinni útsendingu frá Garðakirkju

Tónleikar kammerhópsins Camerarctia ,,Mozart við kertaljós" verður að þessu sinni streymt frá Garðakirkju þriðjudaginn 22. desember kl. 21 í boði menningar- og safnanefndar Garðabæjar. 

Lesa meira
Frá upptöku aðventuþáttar

18. des. 2020 : Afgreiðslutími um jól og áramót

Afgreiðslutími ráðhúss Garðabæjar, Bókasafns Garðabæjar, Hönnunarsafns Íslands og sundlauga Garðabæjar um jól og áramót.

Lesa meira
Björgvin Páll Gústafsson, handknattleiksmaður í upplýsingamyndbandi um mikilvægi góðra samskipta

17. des. 2020 : Mikilvægi góðra samskipta

Í Garðabæ hafa bæði sveitarfélagið og skólar þess lagt ríka áherslu á þá skyldu sína að tryggja á öllum tímum, velferð, vellíðan og öryggi allra nemenda. Mikilvægt er að vinna saman að því að tryggja góð samskipti til að fyrirbyggja einelti innan skólanna sem og innan samfélagsins í heild. 

Lesa meira
Götuvaktin í Garðabæ

17. des. 2020 : Götuvaktin í Garðabæ

Í vetur efndu félagsmiðstöðvar fyrir ungmenni í Garðabæ til samstarfs sem fékk heitið Götuvaktin. Götuvaktin er vettvangsstarf og er tilgangurinn að auka sýnileikann úti í hverfunum með vöktum fyrir utan opnunartíma félagsmiðstöðvanna og mynda tengingar við unglingahópana utan hins hefðbundna starfsumhverfis.

Lesa meira
Brenna í Garðabæ

15. des. 2020 : Áramótabrennum á höfuðborgarsvæðinu aflýst

Á sameiginlegum fundi allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 11. desember sl. var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur sem hafa verið skipulagðar á höfuðborgarsvæðinu. 

Lesa meira
Leikskólalóð í Urriðaholti

11. des. 2020 : Samkeppni um nýjan leikskóla í Urriðaholti

Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti í haust að efna til samkeppni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands um hönnun nýs leikskóla í Urriðaholti. Dómnefnd hefur nýverið tekið til starfa og fyrsta verk er að semja samkeppnislýsingu.

Lesa meira
Götubiti á jólum

11. des. 2020 : Götubitastemning í Garðabænum

Götubitavagnar hafa notið sífellt meiri vinsælda og fjölmargir slíkir hafa sést víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land undanfarið.

Lesa meira
Síða 1 af 19