Sorphirða
Sorp frá heimilum er almennt hirt á 10-12 daga fresti. Tafir geta orðið vegna veðurs, erfiðrar vetrarfærðar eða frídaga.
Hvert heimili fær eina 240 l sorptunnu en í fjölbýlishúsum er einnig
möguleiki á 660 l gámum, fyrir hverjar þrjár íbúðir. Hvert heimili fær
einnig eina pappírstunnu, hún er tæmd á u.þ.b. 20 daga fresti. Plast má setja í sorptunnuna (orkutunnuna) í
lokuðum plastpoka. Plastpokarnir verða flokkaðir sérstaklega frá öðru rusli og
þeim komið til endurvinnslu.
Á árinu 2023 verður nýtt flokkunarkerfi á höfuðborgarsvæðinu innleitt á vormánuðum þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili. Sjá frétt hér frá desember 2022.
Sorphirðudagatal - hvenær er sorp hirt í einstaka götum?
SORPHIRÐUDAGATAL
Ef smellt er á hnappinn fyrir ofan er hægt að slá inn heimilisfang/götuheiti og sjá hvenær næsta losun í þeirri götu verður. Einnig er hægt er að sjá yfirlit yfir allt árið hér fyrir neðan í pdf-skjali.
Dagsetningar á losun sorp- og pappírstunna á dagatali:
Sorphirðudagatal 2023
Í undantekningartilfellum er mögulegt að fá auka tunnu en sorphirðugjald verður væntanlega í framtíðinni innheimt í samræmi við fjölda íláta. Í nýjum húsum þar sem ekki hefur verið sorphirða áður þurfa eigendur að hringja í þjónustuver Garðabæjar í síma 525 8500 til að panta sorptunnur/gáma. Ekki er kostnaður við þær heldur eru tunnurnar innifaldar í sorphirðugjaldi sem er hluti af fasteignagjöldum.
Æskilegast er að staðsetja sorpílát í innbyggðum sorpgeymslum, en að öðrum kosti er nauðsynlegt að festa þau tryggilega, þó þannig að auðvelt sé fyrir sorphirðumenn að nálgast þau. Helst skal koma sorpílátum fyrir götumegin við hús og þannig, að leiðin að þeim sé greið og auðvelt sé að aka þeim að götu. Á vetrum ber húseigendum að hreinsa snjó frá sorpgeymslum og þeirri leið sem flytja þarf sorpílát um innan lóðar.
Íslenska gámafélagið s. 577 5757 , sér um sorphirðu í Garðabæ samkvæmt samningi við bæinn.
Plast í poka og beint í tunnu
Frá árinu 2018 sl. hafa íbúar í Garðabæ möguleika á því að setja allt plast saman í
lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna (orkutunnuna). Plastpokarnir
verða flokkaðir sérstaklega frá öðru rusli og þeim komið til
endurvinnslu. Plastflokkun í plastpoka er samstarfsverkefni SORPU og
fjögurra sveitarfélaga, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og
Seltjarnarnesbæjar.
Hér á vef SORPU er hægt að sjá nánari upplýsingar um plastverkefnið
Upplýsingar um sorphirðu veitir:
Þjónustuver Garðabæjar, s. 525 8500
Gjaldskrá sorphirðu er aðgengileg hér.
Sjá upplýsingar um Þjónustumiðstöð Garðabæjar.
Grenndargámar
Staðsetningu grenndargáma í Garðabæ má sjá á kortavefnum . Smellt er á ,,Hagnýtar upplýsingar" í valstiku hægra megin og svo hakað í ,,Grenndargámar".