Bæjarlistamaður Garðabæjar
Garðabær hefur frá árinu 1992 veitt starfsstyrki til listamanna. Menningar- og safnanefnd gerir tillögur til bæjarstjórnar um úthlutun og koma aðeins til greina þeir listamenn sem búsettir eru í Garðabæ.
Útnefning bæjarlistamanns fer fram við hátíðlega athöfn í vor eins og venja er. Þá er jafnframt listamanni í Garðabæ veitt heiðursviðurkenning fyrir ómetanlegt starf í þágu menningar og ungmennum veittur styrkur við sama tilefni.
Sjá reglur um styrk til bæjarlistamanns neðar á síðunni.
Bæjarlistamenn Garðabæjar
- 2024 Hans Jóhannsson fiðlusmíðameistari er bæjarlistamaður Garðabæjar
- 2023 Gunnsteinn Ólafsson hljómsveitar- og kórstjóri, tónskáld og frumkvöðull.
- 2022 Birgitta Haukdal söngkona og barnabókahöfundur
- 2021 Unnur Ösp Stefándóttir leikstjóri, höfundur og leikari og Björn Thors leikari
- 2020 Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari
- 2019 Bjarni M. Bjarnason rithöfundur
- 2018 María Magnúsdóttir, söngkona og tónskóld
- 2017 Pétur Jóhann Sigfússon, leikari, handritshöfundur og grínisti
- 2016 Andrea Magnúsdóttir fata- og tískuhönnuður
- 2015 Karólína Eiríksdóttir tónskáld
- 2014 Soffía Sæmundsdóttir myndlistarmaður
- 2013 Ingibjörg Guðjónsdóttir söngkona
- 2012 Þórunn Erna Clausen leikkona
- 2011 Ómar Guðjónsson tónlistarmaður
- 2010 Agnar Már Magnússon tónlistarmaður
- 2009 Laufey Jensdóttir myndlistarmaður
- 2008 Jóhann Sigurðarsson, leikari
- 2007 Karl Ágúst Úlfsson, leikari, leikstjóri og rithöfundur
- 2006 Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og þýðandi
- 2005 Sigurður Flosason tónlistarmaður
- 2004 Þuríður Sigurðardóttir myndlistarmaður og söngkona
- 2003 Erling Jóhannesson, leikari og leikstjóri og Hallfríður Ólafsdóttir flautu- og pikkólóleikari
- 2002 Björn Thoroddsen tónlistarmaður
- 2001 Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur
- 2000 Jónína Magnúsdóttir myndlistarmaður og Peter Tompkins tónlistarmaður
- 1999 Margrét Ólafsdóttir leikari og Steindór Hjörleifsson leikari
- 1998 Árni Elfar tónlistar- og myndlistarmaður
- 1997 Ármann Helgason tónlistarmaður og Guðrún E. Ólafsdóttir myndlistarmaður
- 1996 Arngunnur Ýr Gylfadóttir myndlistarmaður og Guðfinna Dóra Ólafsdóttir kórstjóri
- 1995 Hildigunnur Halldórsdóttir tónlistarmaður og Sigrún Waage leikari
- 1994 Edda Jónsdóttir myndlistarmaður og Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarmaður
- 1993 Sigríður Sigurjónsdóttir listhönnuður
- 1992 Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Pétur Bjarnason myndlistarmaður
-
Reglur um styrk til bæjarlistamanns
1. gr.
Bæjarstjórn Garðabæjar veitir árlega styrk til bæjarlistamanns eða bæjarlistamanna eftir því sem nánar er ákveðið hverju sinni við gerð fjárhagsáætlunar.2. gr.
Menningar- og safnanefnd Garðabæjar skal gera tillögu til bæjarstjórnar um veitingu styrkja til bæjarlistamanns eða bæjarlistamanna, og skal við það miðað, að tillögur berist bæjarstjórn í maímánuði ár hvert.3. gr.
Menningar- og safnanefndnefnd skal auglýsa eftir eða óska eftir rökstuddum ábendingum frá einstaklingum eða samtökum listamanna um útnefningu bæjarlistamanns Nefndin er þó ekki bundin af slíkum ábendingum.4. gr.
Þeir listamenn einir koma til greina við úthlutun styrkja, sem lögheimili eiga í Garðabæ og hafa haft þar fasta búsetu í a.m.k. tólf mánuði.5. gr.
Úthlutun starfsstyrks skal að jafnaði fara fram árlega.6. gr.
Styrkurinn skal nema þeirri fjárhæð, sem bæjarstjórn ákveður hverju sinni við gerð fjárhagsáætlunar.7. gr.
Bæjarstjórn áskilur sér rétt til þess að styrkþegi leggi fram greinargerð um ráðstöfun styrkjarins, verði eftir því leitað. Greinargerðin getur verið í því formi, að styrkþegi leggi fram texta í rituðu máli eða flytji eða lesi upp verk í frumflutningi eða til frumbirtingar, allt eftir nánara samkomulagi við menningar- og safnanefnd hverju sinni. Ekki skal gert ráð fyrir sérstakri greiðslu fyrir framlagningu eða flutning samkvæmt grein þessari, en styrkþegi heldur höfundarrétti sínum óskertum í samræmi við ákvæði laga um höfundarrétt.Samþykkt í bæjarstjórn 12. apríl 2012