23. maí 2025

Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari bæjarlistamaður Garðabæjar 2025

Tinna Þorsteinsdóttir var útnefnd bæjarlistamaður Garðabæjar við hátíðlega athöfn í Sveinatungu.

Tinna Þorsteinsdóttir var útnefnd bæjarlistamaður Garðabæjar við hátíðlega athöfn í Sveinatungu. Tinna hefur um áratugaskeið sérhæft sig í flutningi á samtímatónlist og hefur frumflutt um 100 einleiksverk fyrir píanó sem samin hafa verið fyrir hana í gegnum tíðina. Tinna hefur einnig vakið athygli fyrir áhugaverðar listsmiðjur með börnum en hún er kennari við Tónlistarskóla Garðabæjar. Þess má geta að tónskáldið Karólína Eiríksdóttir sem var bæjarlistamaður Garðabæjar 2015 er móðir Tinnu.

Við athöfnina lék Tinna Twin Suns úr verkinu Makrokosmos eftir George Crump á flygil.

Við sama tilefni voru veittir styrkir úr Hvatningarsjóði fyrir unga hönnuði og listamenn en alls tíu styrkir voru veittir. Tónlistarmennirnir Ása Dóra Finnsdóttir píanóleikari, Bryndís Ásta Magnúsdóttir sópransöngkona, Birna Berg Bjarnadóttir jazzsöngkona, Matthías Helgi Sigurðarson gítarleikari fengu styrk og dansararnir Diljá Sveinsdóttir og Anna Guðrún Tómasdóttir sem og Jasmína Eva Sigurðardóttir. Þá var Leikfélagið Verðandi styrkt og nemendur á fata- og textílhönnunarsviði Fjölbrautarskólans í Garðabæ. Listakonurnar Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir, Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir og Katrín Ýr Erlingsdóttir voru einnig styrktar en þær ætla að setja upp leiksýningu í sumar. Þá var hönnuðurinn Katla Einarsdóttir styrkt til að halda viðburð í Hönnunarsafninu.

Við athöfnina söng Bryndís Ásta Magnúsdóttir aríuna O Mio Babbino Caro eftir Puccini en hún ætlar ásamt hópi söngkvenna að setja upp óperuna Suor Angelica eftir Puccini í sumar. Með Bryndísi Ástu lék Matthildur Anna Gísladóttir á píanó.