Ljósmyndavefur Garðabæjar

Á ljósmyndavef Garðabæjar eru birtar myndir af náttúru, íbúðahverfum, mannlífi, framkvæmdum og menningarviðburðum sem og myndum sem tengjast starfsemi sveitarfélagsins.

Ljósmyndavefur Garðabæjar var opnaður í desember 2019. Vefurinn er enn í vinnslu en þar má finna myndir frá ýmsum viðburðum í Garðabæ á síðustu árum.

MYNDASAFN GARÐABÆJAR  - LJÓSMYNDAVEFUR

Velkomin á ljósmyndavef Garðabæjar. Á ljósmyndavefnum eru birtar myndir af náttúru, íbúðahverfum, mannlífi, framkvæmdum, menningarviðburðum sem og myndum sem tengjast starfsemi sveitarfélagsins. Ljósmyndavefurinn er í þróun og allar athugasemdir eru vel þegnar og má senda á gardabaer@gardabaer.is, með vísun í númer mynda.

Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar um leit á vefnum, upplýsingar um notkun mynda og upplýsingar um persónuvernd.

Leiðbeiningar um notkun á vefnum

LEIT

Ljósmyndavefurinn býður upp á fjölbreytta möguleika í leit að myndum.

Þegar komið er inn í myndasafnið má finna síur vinstra megin á síðunni. Þar er hægt að finna myndir eftir ártölum.

Með því að haka í reit við tiltekið ár aðgreinir kerfið myndir frá því ári frá öðrum myndum.

Ýmis efnisorð eru skráð á myndirnar. Efnisorðin koma ekki í ljós fyrr en ákveðin mynd hefur verið valin. Efnisorðin eru staðsett vinstra megin á síðunni og merkt með bláum borða.

Með því að smella á efnisorðin koma upp allar myndir sem merktar hafa verið með því efnisorði.

Efst uppi fyrir miðju á síðunni er leitargluggi þar sem hægt er að setja inn texta við myndaleit.

Góðar leiðir til að þrengja og víkka leitina í þeim leitarglugga eru:

Notkun gæsalappa, dæmi:

Þegar 17. júní er skrifað í leitargluggann koma upp allar myndir sem innihalda 17. og júní. Til að þrengja leitina er hægt að að setja gæsalappir utan um tvö orð eða fleiri, til dæmis „17. júní“. Þá koma allar myndir með þessi tvö orð í þessari tilteknu röð.

Notkun stjörnu, dæmi:

Með því að setja stjörnu (*) sem síðasta staf í orði leitar kerfið að öllum orðmyndum sem orðið birtist í. Til dæmis með því að leita að orðinu ljós* koma til dæmis upp myndir sem hafa orðin sólarljós, ljósmynd, ljósið o.s.frv. í lýsingu sinni.

Athugið að ekki er hægt að nota stjörnu og gæsalappir í sömu leit.

NOTKUN Á MYNDUM

Myndirnar í ljósmyndasafni Garðabæjar eru í eigu Garðabæjar. Myndirnar birtast með vatnsmerki í myndasafninu. Ef óskað er eftir afnot af myndum þarf að senda póst á gardabaer@gardabaer.is með vísun í númer mynda og upplýsingum um hvernig mynd verði notuð, þ.e. til einkaafnota eða í opinberra notkun, s.s. í útgáfu, á vef, samfélagsmiðlum o.fl.

PERSÓNUVERND

Við val mynda hefur verið tekið tillit til heimilda til birtingu mannlífsmynda á grundvelli laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 . Hefur samráð jafnframt verið haft við persónuverndarfulltrúa Garðabæjar. Sjá reglur Garðabæjar um persónuvernd á vef Garðabæjar

Hafir þú athugasemd við birtingu mynda er bent á að hafa samband í gegnum netfangið gardabaer@gardabaer.is.