Systkinaafsláttur

Ef fleiri en eitt barn eru í dvöl á leikskóla, í tómstundaheimili eða hjá dagforeldrum eiga foreldrar rétt á systkinaafslætti fyrir eldra/elsta barnið. 

Foreldrar sem eiga tvö eða fleiri börn fá 50% afslátt af grunngjaldi eldra/elsta barnsins og 75% af grunngjaldi fyrir hvert barn umfram tvö.

Afsláttur er veittur af grunngjaldi, fullt verð er greitt fyrir fæði.

Sækja þarf um systkinaafsláttinn með því að fylla út rafræna umsókn um systkinaafslátt. ATH senda þarf inn eina umsókn fyrir hvert barn.

Rafræn umsókn til að sækja um systkinaaflátt (ein umsókn fyrir hvert barn) má finna hér á þjónustugátt Garðabæjar.