Endurskoðun lýðræðisstefnu Garðabæjar

Nú er hafin vinna við endurskoðun lýðræðisstefnu Garðabæjar. Núverandi stefna er frá árinu 2010 en Garðabær var fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að samþykkja lýðræðisstefnu. 

  • Íbúafundir í Garðabæ eru yfirleitt vel sóttir.
    Íbúafundir í Garðabæ eru yfirleitt vel sóttir.

Hér er hægt að fara inn á samráðsgátt um lýðræðisstefnu Garðabæjar < 

Þar geta áhugasamir komið með ábendingar, tillögur og hugmyndir um hvað ætti að koma fram í nýrri lýðræðisstefnu og aðgerðaráætlun sem henni fylgir. Íbúar geta sent inn hugmyndir að leiðum sem þeir vilja fara til þess að hafa áhrif á ákvarðanatöku í bænum í mismunandi málaflokkum. Einnig er hægt að færa rök fyrir eða setja inn athugasemdir við hugmyndir sem búið er að setja inn í samráðgáttina.

Samráðsgáttin var opin til 3. febrúar 2020. Allar hugmyndir sem bárust verða teknar til skoðunar við vinnslu lýðræðisstefnunnar. 

Ef notendur gátu ekki notað samráðsgáttina af einhverjum ástæðum, er einnig hægt að senda ábendingar/hugmyndir á netfang Garðabæjar, gardabaer@gardabaer.is.

Drög að endurskoðaðri lýðræðisstefnu Garðabæjar verða birt á vef Garðabæjar þar sem íbúar fá tækifæri til að koma með athugasemdir og ábendingar áður en endanleg útgáfa verður samþykkt. 

Hér má finna núverandi lýðræðisstefnu Garðabæjar sem verið er að endurskoða.