Lýðræðisstefna Garðabæjar
Lýðræðisstefna Garðabæjar byggir á meginmarkmiðunum þátttöku, þekkingu og þróun.
-
Íbúafundir í Garðabæ eru yfirleitt vel sóttir.
Nú lítur dagsins ljós endurskoðuð lýðræðisstefna fyrir Garðabæ sem byggir á eldri stefnu frá árinu 2010. Þess má geta að Garðabær var fyrsta sveitarfélagið á Íslandi sem setti sér lýðræðisstefnu. Undanfarin ár hefur Garðabær lagt áherslu á framúrskarandi þjónustu og ánægju íbúa þar sem lýðræði og virkt samráð er einn af hornsteinum stjórnkerfisins.
Lýðræðisstefna Garðabæjar byggir á meginmarkmiðunum þátttöku, þekkingu og þróun. Stefnan tekur jafnframt mið af þeim undirmarkmiðum Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem
Garðabær hefur valið sér til innleiðingar og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna .
Með lýðræðisstefnu Garðabæjar eru lagðar línur fyrir farsælt samstarf til framtíðar milli kjörinna fulltrúa, stjórnsýslu og íbúa og annarra hagsmunaaðila með öflugri samráðsmenningu; rökræðum, samtali, samráði og upplýsingagjöf. Það verður gert með jákvæðni, fagmennsku og áreiðanleika í fyrirrúmi
Stefnan var unnin af þverfaglegum starfshópi starfsmanna í samráði við fjölskylduráð Garðabæjar, nefndir bæjarins og íbúa. Endurskoðuð lýðræðisstefna Garðabæjar var samþykkt í bæjarstjórn 17. febrúar 2022.
Lýðræðisstefna Garðabæjar - Þátttaka - Þekking - Þróun (2021-2030)
Fylgiskjöl lýðræðisstefnu:
Viðauki 1 - Lög og reglugerðir
Viðauki 2 - Leiðir til að hafa áhrif
Viðauki 3 - Aðgerðaráætlun - 2022-2024