Forvarnir og fræðsla
Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar fylgir eftir stefnumótun í lýðheilsu og þróun forvarna í bæjarfélaginu.
Lýðheilsu- og forvarnarstefna Garðabæjar
Lýðheilsu- og forvarnarstefna Garðabæjar var samþykkt í bæjarstjórn Garðabæjar 18. febrúar 2021. Hin nýja lýðheiðslu- og forvarnarstefna tekur við af eldri forvarnarstefnu sem var í gildi frá 2014-2018 (en forvarnastefna var fyrst samþykkt af bæjarstjórn í desember 2006).
Samskiptasáttmáli Garðabæjar
Leiðarljós samskiptasáttmála Garðabæjar er að auka vellíðan, velferð, lífsgæði og heilsu barna.
Alls staðar þar sem fólk kemur saman geta komið upp samskiptamál. Ef gripið er fljótt inn í og með samstilltu átaki heimilis, skóla og annarra ábyrgðaraðila er hægt að minnka líkur á alvarlegum afleiðingum.
Velferð barna í Garðabæ
Velferð barna í Garðabæ er verkefni sem stuðlar að samvinnu allra skólastofnanna og íþrótta- og tómstundafélaga um heildstæða stefnu er varðar jafnrétti, kynheilbrigði og velferð barna.