Sumarnámskeið í Garðabæ 2024

Mikið úrval sumarnámskeiða fyrir börn verður í boði sumarið 2024 í Garðabæ. 

 Venju samkvæmt er fjölbreytt og mikið úrval sumarnámskeiða í boði fyrir börn sumarið 2024 á vegum félaga í Garðabæ. Hér fyrir neðan má nálgast ýmsar upplýsingar en nánari upplýsingar um einstök námskeið og skráningu á þau er að finna á tenglum hvers námskeiðishaldara.  

Yfirlitsskjal með tímalínu yfir öll námskeiðin sem Garðabæ hafa borist hafa er að finna hér: 

 •  Sumardagskrá 2024 (Til að skoða upplýsingarnar er mikilvægt að þysja inn í skjalið)

Listinn er ekki tæmandi yfir námskeið í Garðabæ, en hér er að finna öll þau námskeið sem Garðabær hefur fengið upplýsingar um.

Við vekjum einnig athygli á að á upplýsingavefnum frístund http://www.fristund.is/ má sjá upplýsingar um fjölbreytt frístundastarf sem í boði er hjá félögum á höfuðborgarsvæðinu öllu.

 

Bókasafn Garðabæjar

Bergrún Íris, rithöfundur og myndlistarmaður, mun leiðbeina í smiðju sem fer fram dagana 10. til 14. júní milli klukkan 10 og 12 í Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7.


Börnin geta mætt kl. 9 þegar bókasafnið opnar.

Á námskeiðinu kennir Bergrún krökkunum grunntækni skapandi skrifa auk þess sem hún mun fara yfir mikilvægi myndlýsinga og verður unnið mikið með teikningar. Þannig höfðar námskeiðið jafnt til þeirra sem kjósa að segja sögur í orðum eða myndum.

Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 9-12 ára. Kostnaður er 7000 kr vikan.

Draumar

Á Söngleikjanámskeiðunum er farið í allt sem tengist því að setja upp söngleik. Við skoðum leiklistina, dansinn og sönginn af fullum krafti en kíkjum líka aðeins á búninga, förðun og allt hitt sem gerist baksviðs.

 

 

Dýr og list

Aðalmarkmið námskeiðsins er að börnin skemmti sér, komist í snertingu við dýr og efli skapandi hugsun.

Börnunum verður kennt að umgangast dýrin, þrífa hjá þeim, gefa þeim að borða, veita þeim ást og hlýju og þeir sem vilja, fá að fara á hestbak.

Við munum vinna með skapandi hugsun, persónulega tjáningu og ímyndunaraflið í myndlistinni. Það verða einungis 10 til 15 börn á hverju námskeiði og þeim verður skipt upp í litla tveggja til þriggja manna hópa.

Mikilvægt er að börnin klæði sig eftir veðri því við munum vera mikið úti og taki með sér hollt og gott nesti fyrir nestistímann.

Í lok námskeiðsins, sem er á föstudögum, grillum við og höfum gaman.

Skráning er hafin og hægt er að bóka á námskeið í gegnum netfangið dyroglist@gmail.com eða í gegnum facebook síðu námskeiðsins, Dýr og list.

 

 

 Garðahraun

Sumarhraun - Garðahraun-sértækfrístund | Garðahraun -sértæk frístund

Sumarhraun er sumarúrræði barna með sérþarfir í 1.-7. bekk í Garðabæ. Í Sumarhrauni er veitt þjónusta sem auðveldar börnum með sérþarfir aðgengi og þátttöku á sumarnámskeiðum. Börn í Sumarhrauni hafa einnig kost á að fara á sértæk sumarnámskeið á vegum Sumarhrauns.

 

 

Golfleikjanámskeið GKG

Á námskeiðunum er lögð áhersla á að kynna íþróttina fyrir börnum í gegnum golftengda leiki og hreyfingu. Nemendum skipt í tvo aldurshópa, 6 til 9 ára og 10 til 12 ára og eftir kyni, sé þess kostur. Námskeiðum lýkur síðan með pylsuveislu og afhendingu viðurkenningarskjals frá GKG

 

Golfklúbburinn Oddur

Golfkennsla á námskeiðinum er í höndum PGA barna- og byrjendakennaranna Hrafnhildar Guðjónsdóttur, Auðar Bjartar Skúladóttur og Írisar Lorange Káradóttur. Ásamt þeim starfa aðrir leiðbeinendur úr íþrótta og unglingastarfi GO.

Námskeiðin eru ætluð börnum frá 6 – 12 ára (fædd 2011 – 2017).

 

 

Hestamannafélagið Sóti – Reiðnámskeið á Álftanesi

 Í sumar verður boðið upp á ævintýraleg, fræðandi og skemmtileg reiðnámskeið á Álftanesi!
Sumarnámskeiðin eru fjölbreytt og henta börnum á ólíkum aldri og getustigum. Námskeiðin eru eftirminnileg upplifun fyrir börn sem langar að njóta samveru með íslenska hestinum og öðrum reiðfélögum í friðsælu umhverfi.

Skólahestarnir eru þaulreyndir kennarar og spila að sjálfsögðu aðalhlutverk á námskeiðunum ásamt duglega, skemmtilega og hjálpsama starfsfólkinu okkar!!!!

 Ævintýranámskeið 7 ára og eldri:

Henta vel fyrir knapa sem langar að fara í skemmtilega útreiðatúra í fallegu umhverfi í bland við skemmtilega leiki og hestatengda fræðslu. Námskeiðin byggja bæði á verklegri og bóklegri kennslu. Lögð verður áhersla á að krakkarnir læri undirstöðuatriði í hestamennsku, mikilvæg öryggisatriði og skemmti sér vel! Í kennslunni verður farið um víðan völl, þar má m.a. nefna reiðtúra í fjörunni, hestaleikfimi, keppnir og fleira. Við spáum líka í náttúrunni, lærum um atferli hesta, lundarfar og fóðrun ofl. Reiðkennslan fer fram í litlum hópum sem skipt er upp eftir aldri og/eða getu. Það skiptir okkur miklu máli að nemendur okkar fái hest sem passar vel miðað við getustig og að verkefnin reyni á færni þeirra.

10. júní – 14. júní.
kl. 9:00 – 14:00
Verð: 39.500

 

18. júní - 22. júní (ATH! kennt verður 22. júní í stað 17. júní.)
kl. 9:00 – 14:00
Verð: 39.500

24. júní – 28. júní.
kl. 9:00 – 14:00
Verð: 39.500

1. júlí – 5. júlí.
kl. 9:00 – 14:00
Verð: 39.500

8. júlí – 12. júlí.
kl. 9:00 – 14:00

Verð: 39.500

15. júlí – 19. júlí.
kl. 9:00 – 14:00
Verð: 39.500

6. ágúst - 10. ágúst (ATH! kennt 10 ágúst í stað 5. ágúst sem er frídagur verslunarmanna).

kl. 9:00 – 14:00
Verð: 39.500

12. ágúst – 16. ágúst
kl. 9:00 – 14:00
Verð: 39.500

Ævintýranámskeið fyrir polla 5-6 ára

Námskeið fyrir þau allra yngstu (2016 - 2018) verður kennt í fámennum hópi, annarsvegar yfir vikutímabil milli kl. 09:00 - 14:00 og hinsvegar yfir 4 daga tímabil. Við förum m.a. í reiðtúra, ásetuæfingar í gerði, lærum um hestana í sögustundum, og leikum okkur á leikvelli og út í fjöru.

 

Pollanámskeið

24. júní – 28. júní.
kl. 9:00 – 14:00
Verð: 39.500

4 daga Pollanámskeið
6. ágúst - 9. ágúst

kl. 9:00 – 14:00
Verð: 31.600.

KLIFIÐ skapandi setur

Klifið er framsækið fræðslusetur og leggur mikið upp úr því að fá til sín sérfræðinga á sínu sviði til þess að leiðbeina á námskeiðum. Í Klifinu þróum við hugmyndir og gerum tilraunir í samstarfi við leiðbeinendur, fagfélög, menntastofnanir og Háskóla. 

Félag/deild/ hlekkur á upplýsingar um námskeið Aldur Námskeið 10.-14júní 18.-21júní 24.-28júní 1.-5.
júlí
Klifið / Hreyfimyndagerð 9-12 ára Hreyfimyndagerð kl. 9-12      
Klifið / Leikgleði og fjör 6-9 ára Leikgleði og fjör kl. 9-12 kl. 9-12    
Klifið / Skapandi sumarfjör 6-8 ára Skapandi sumafjör kl. 13-16      
Klifið / Skapandi sumarfjör 8-10 ára Skapandi sumafjör       kl. 13-16
Klifið / Skapað með Procreate 9-12 ára Skapað með Procreate kl. 13-16      
Klifið / Leiklist og framkoma 9-12 ára Leiklist og framkoma   kl. 13-16 kl. 9-12  
Klifið / Myndlist, teikning og málun 6-9 ára Myndlist, teikning og málun   kl. 9-12    
Klifið / Skapandi sumarsöngur 9-12 ára Skapandi sumarsöngur     kl. 13-16  
Klifið / Skapandi sumarsöngur 6-9 ára Skapandi sumarsöngur       kl. 9-12
Klifið / Myndasögugerð - yngri 6-9 ára Myndasögugerð - yngri   kl. 13-16 kl. 13-16  
Klifið / Myndasögugerð - eldri 9-12 ára Myndasögugerð - eldri   kl. 9-12   kl. 9-12
Klifið / Myndlist 5-7 ára Myndlist       kl. 13-16

Krummar BMX

Krummar BMX er fyrsta BMX racing félag á Íslandi!

BMX racing hefur verið Olympísk keppnisgrein síðan 2008 og hundruðir brauta hafa verið byggðar út um allan heim. Markmið okkar er að efla BMX racing menninguna á Íslandi, bjóða upp á æfingar fyrir unga sem aldna og koma á fót fyrstu BMX racing braut landsins. 

 

Krummar BMX
Grunnur í keppnis BMX 6-10 ára
  Þriðjudaga Fimmtudaga
Tímasetningar 17-18 17-18
júní dagsetningar 11 13
18 20
25 27
júlí dagsetningar 2 4
9 11
16 18
23 25
30 1
ágúst dagsetningar 6 8
  13 15

 Listsköpun í náttúrunni

Á þessu námskeiði verða þátttakendur mikið úti í náttúrunni og skoða hana út frá forvitni listamannsins. Innblástur er að finna í ævintýralegu umhverfi.

Stutt er í Vífilsstaðavatn, skógur allt um kring og nægur efniviður sem nýtist í okkar listsköpun. Þetta námskeið er fyrir krakka sem hafa áhuga á listsköpun og að vera út í náttúrunni. 8-9 ára og 10-11 ára hópar, hámark 12 í hóp.

Reiðskólinn Hestalíf - á svæði Spretts

 Farið er daglega á hestbak i formi reiðtúra eða reiðkennslu inni í reiðhöll ásamt stuttri fræðslu um hestinn. Ávallt er menntaður kennari/reiðkennari með hópnum hverju sinni ásamt aðstoðarfólki.

Dagsetningarnar sem eru í boði í sumarið 2024 eru eftirfarandi;

 

 • Námskeið 1 - 10.- 14. júní f.h. kl.9-12
 • Námskeið 2 - 10.- 14. júní e.h. kl.13-16
 • Námskeið 3 - 17.- 21. júní f.h. kl.9-12
 • Námskeið 4 - 17.- 21. júní e.h. kl.13-16
 • Námskeið 5 - 24.- 28. júní f.h. kl.9-12
 • Námskeið 6 - 24.- 28. júní e.h. kl.13-16
 • Námskeið 7 - 1. - 5. júlí - Landsmótsvika - Útreiðahópur ofl. - meira vanir *
 • Námskeið 8 - 8. - 12. júlí f.h. kl.9-12
 • Námskeið 9 - 8. - 12. júlí e.h. kl.13-16
 • Námskeið 10 - 15.- 19. júlí f.h. kl.9-12
 • Námskeið 11 - 15.- 19. júlí e.h. kl.13-16
 • Námskeið 12 - 22.- 26. júlí f.h. kl.9-12
 • Námskeið 13 - 22.- 26. júlí e.h. kl.13-16
 • Námskeið 14 - 29. júlí - 2.ágúst f.h. kl.9 -12
 • Námskeið 15 - 29. júlí - 2.ágúst e.h. kl.13-16
 • Námskeið 16 - 6.- 9.ágúst f.h. kl. 9 -12 (4 daga námskeið)
 • Námskeið 17 - 6.- 9.ágúst e.h. kl. 13 -16 ( 4 daga námskeið) Polla- og pæjunámskeið **

 

Verð fyrir 5 daga námskeið er 39.000 kr.

Verð fyrir 4 daga námskeið er 32.000 kr.

* Landsmótsvika. Útreiðahópur ofl. í boði. Eingöngu fyrir mjög vana nemendur.

** Polla- og pæjunámskeið. Námskeið fyrir yngstu knapana. Farið er á hestabak, í leiki og fleira hestatengt.

 

 

 

 

Siglingaklúbburinn Vogur

Námskeiðin verða haldin fyrstu tvær vikurnar í ágúst með stuðningi Siglingaklúbbsins Brokeyjar og munu þeir skaffa báta, búnað og kennara með réttindi til siglingakennslu. 

 

 

Skapandi sumarnámskeið á Álftanesi 2024          

Listasmiðja sem er tilvalin fyrir hressa skólakrakka sem hafa gaman af listsköpun í bland við leik og hreyfingu. Námskeiðin verða með aðsetur í Álftanesskóla. Ætlast er til að börnin komi klædd eftir veðri, með góða skapið, nesti og vatnsbrúsa í bakpokanum. Námskeiðið endar á myndlistarsýningu þar sem þátttakendur sýna afraksturinn.


Kennari á námskeiðinu er Nada Borosak, myndmenntakennari í Álftanesskóla

18. júní - 28. júní kl. 9-12 eða 13-16
1. júlí - 12. júlí kl. 9-12 eða 13-16

Skráning fer fram í netfanginu: nadabo@alftanesskoli.is
Verð fyrir 2 vikur: 24 þús. (systkinaafsláttur: annað barn fær 10% afslátt).

 

Skátafélagið Svanir Álftanesi

Skátafélagið Svanir á Álftanesi bjýður upp á Útilífsnámskeið fyrir krakka á aldrinum 6 til 12 ára (fædd 2011 til 2016). Útilífsnámskeið Svana er tækifæri til að eyða viku með vinum í fjör og leik, að halda út í ævintýri á hverjum degi námskeiðs, og upplifa Álftanes á skemmtilegan og ævintýralegan hátt í gegnum útivist og útiveru.

 

 

Skátafélagið Vífill

Hvort sem þú ert upprennandi hallarsmiður eða ungur útilífsunnandi, þá er í það minnsta óhætt að fullyrða að sumarið í Garðabæ sé ein stór barnahátíð! Skátafélagið Vífill er öflugt skátafélag sem heldur úti skemmtilegu skátastarfi yfir sumartíma jafnt sem vetrartíma. Í júní, júlí og ágúst verða Ævintýra- og Smíðanámskeið.

Ævintýranámskeið (7-12 ára)

Farið er í ýmsar ferðir í nágrenni skátaheimilisins.
Meðal annars í hellaferðir, veiðiferðir, fjöruferðir, fjallgöngur, hjólaferðir og margt fleira. Börnin kynnast náttúrunni og læra að vera viðbúin þeim áhættuþáttum sem finnast í nútímaþjóðfélagi ásamt því að fara í þroskandi og uppbyggilega leiki.

Smíðavöllur (7-12 ára)

Á námskeiðinu fá börn að byggja leikkofa eða garðhús auk þess sem námskeiðið er brotið upp með leikjum o.fl. Við lok námskeiðsins geta börnin tekið kofana með heim ef þau vilja. Smíðavellirnir hafa vera sérstaklega vinsælir undanfarin ár og aðsóknin oft verið meiri en hámarksfjöldi býður upp á. Til að tryggja pláss á námskeiði er því best að skrá smiði framtíðarinnar sem fyrst.

 

 

Stjarnan

Stjarnan mun bjóða upp á fjölbreytt og skemmtileg námskeið í sumar í handbolta, körfubolta, fótbolta, sundi, íþróttaskóla og fimleikum. 

 

 

 

Taflfélag Garðabæjar

Skemmtileg skáknámskeið fyrir krakka verður haldið í sumar í Miðgarði í Garðabæ fyrir börn í 1-3 bekk.

 

 • Vika 24: 10. - 14. júní - frá kl. 13 til 16.
 • Vika 26: 24. - 28. júní - frá kl. 13 til 16.
 • Vika 28: 8. - 12. júlí - frá kl. 13 til 16.

 

Hvert námskeið stendur í 5 daga, hálfan daginn eftir hádegi frá kl. 13 til 16. Þetta námskeið er opið fyrir börn í 1. til 3. bekk.

Umsjón með námskeiðunum hefur Lenka Ptácníková. Lenka er stórmeistari kvenna í skák, margfaldur íslandsmeistari kvenna og hefur mikla reynslu af skákþjálfun barna. Krakkarnir munu læra undirstöðuatriði í skáklistinni auk þess verður farið í leiki og margt skemmtilegt.

Verð fyrir hverja viku er 9900 kr. Systkinaafsláttur í boði. 20%. 

Miðað er við að amk. 6 krakkar séu í hverjum hóp. Krakkarnir þurfa að hafa með sér vatnsbrúsa og nesti.

Nánari upplýsingar í síma 6997963 eða í netfangið lenkaptacnikova@yahoo.com

Skráningarhlekkur: https://abler.io/shop/tg

Tennisfélag Garðabæjar í Tennishöllinni Kópavogi

Námskeiðin eru á vegum Tennishallarinnar í samstarfi við Tennisfélag Kópavogs, Tennisfélag Garðabæjar og Tennisfélag Hafnafjarðar.

Í sumar bjóðum við upp á skemmtileg námskeið fyrir alla krakka á aldrinum 5-13 ára. Þessi sumarnámskeið hafa verið mjög vinsæl hjá okkur í gegnum tíðina og margir koma aftur og aftur. 

Markmið námskeiðanna er að kenna undirstöðuatriði tennisíþróttarinnar í bland við skemmtilega bolta-, hlaupa- og tennisleiki auk þess sem spilaður er mini tennis. Ýmislegt annað er til gamans gert svo sem barnaeróbikk með skemmtilegri tónlist, ratleikur, tarzanleikur og fleira. Allir nemendur fá TFK bol eða TFG bol og viðurkenningarskjal í lok námskeiðs. Í lok hvers námskeiðs er haldin pizzuveisla.

 

UMFÁ - Fótboltaskóli 

Fótboltaskóli fyrir börn á aldrinum 5-12 ára. Námskeiðin eru á íþróttasvæðinu Breiðumýri á Álftanesi. 

Nánari upplýsingar um námskeiðin


Námskeið utan Garðabæjar

Skopp

Í boði er Leikjahopp námskeið sem samanstendur af frjálsum leik á trampólíni. Farið verður í
ýmsa leiki eins og skotbolta,fótbolta, koddaslag og klifurkeppni.

Nánari upplýsingar um námskeiðin