Rafrænir reikningar
Valkostir söluaðila í að senda reikninga til Garðabæjar
Garðabær tekur á móti rafrænum reikningum og hvetur söluaðila til þess að senda reikninga með rafrænum hætti.
Mælt er með að
söluaðilar gefi út reikninga í sínum kerfum á svokölluðu XML formi og miðli í
gegnum skeytamiðlara. Bókhaldsdeild Garðabæjar sér um að taka við reikningum á
rafrænu formi fyrir hönd stofnana Garðabæjar. Þjónustuaðilar
fjárhagskerfa og skeytamiðlarar veita ráðgjöf um útgáfu og miðlun rafrænna
reikninga.
Garðabær hefur samið við eftirfarandi skeytamiðlara um móttöku
reikninga:
InExchange
Sendil/Unimaze
Söluaðilar án bókhaldskerfis
Aðilum sem eru án bókhaldskerfis er bent á, að á markaði er allskyns bókhaldsþjónusta í boði og ýmis bókhaldskerfi á vefnum sem rekstraraðilar geta nýtt sér til að senda rafræna reikninga.
Ef bókhalds og sölukerfi eru ekki tengd við skeytamiðlara má skrá reikning handvirkt í gegnum móttökugátt reikninga, hér er hlekkur á hana: Móttökugátt Garðabæjar
Aðilar sem einungis gefa út reikninga á pappír skulu senda okkur reikningana í bréfapósti, þeir sem gefa út reikninga á tölvutæku formi geta sent reikningana sem viðhengi í tölvupósti á bokhald@gardabaer.is Alls ekki hvoru tveggja.
Fyrir aðila sem senda fáa reikninga eru í boði veflausnir þar sem hægt er að handskrá reikninga og senda, yfirleitt án kostnaðar fyrir lítið magn reikninga.
Dæmi um slíkar
þjónustusíður eru:
InExchange: https://inexchange.is/ad-senda-reikninga/
Advania: https://www.skuffan.is/
Sendill: https://www.unimaze.com/is/
Viðskiptalegar kröfur til reikninga
Allir reikningar skulu innihalda eftirfarandi upplýsingar:
- Kt. Garðabæjar 570169-6109. Engin önnur kennitala er gild.
- Lýsingu á vöru eða veittri þjónustu.
- Verð seljanda sem skal innifela allan kostnað sem fellur til.
- Ekki er heimilt að setja á reikninga viðbótargjöld sem ekki hefur verið samið um og ekki tengjast seldri vöru eða þjónustu, s.s. seðil- eða þjónustugjöld.
- Gjaldfrestur
skal vera í samræmi við gildandi samninga eða viðskiptaskilmála Garðabæjar.
Einnig skal koma fram á reikningum:
- Nafn og/eða númer þeirrar stofnunar/deildar sem pantar.
- Númer pöntunar eða beiðni (ef uppgefið af kaupanda).Verknúmer og verkliður (ef uppgefið af kaupanda).
- Númer samnings (sem verð og önnur kjör eru byggð á).
Garðabær áskilur sér rétt til að greiða ekki - eða endursenda - reikninga sem ekki uppfylla þessi skilyrði.