Starf sem dagforeldri

Í Garðabæ vantar dagforeldra til starfa

Garðabær hefur ákveðið að koma til móts við þá sem vilja gerast dagforeldrar með eftirfarandi hætti:

  • Grunnnámskeið fyrir dagforeldra eru greidd fyrir þá sem koma til starfa við daggæslu.
  • Ekki er tekið gjald fyrir afnot af leikfangasafni
  • Dagforeldrum býðst að fá fjölburakerrur og matarstóla lánaða á leikfangasafni.
  • Aðstöðugreiðslur til að bæta aðstæður á heimilum dagforeldra með hliðsjón af öryggi barna

Skapaðu þér sjálf/ur atvinnu!

Með því að gerast dagforeldri er hægt að skapa sér atvinnu og fá um leið tækifæri til að verja meiri tíma með eigin börnum. Leyfi er veitt fyrir einu til fjórum börnum fyrsta árið og allt að fimm börnum eftir það. Þar með talin eru eigin börn undir skólaaldri.

Skilyrði fyrir starfsleyfi dagforeldra.

Leikfangasafn

Leikfangasafn er starfrækt fyrir dagforeldra, þar geta dagforeldrar fengið vönduð leikföng að láni og skipt á mánaðar fresti. Leikfangasafnið er í Kirkjuhvoli við Kirkjulund. Til þess að fá aðgang að leikfangasafninu þarf að hafa samband við verkefnastjóra á skóladeild.

Leikrými

Dagforeldrar þurfa að hafa leikrými fyrir börnin og er gerð krafa um 3,5 fm að lágmarki innanhúss fyrir hvert barn. Auk þess skal aðstaða til útivistar vera fullnægjandi og hættulaus. Einnig þarf að vera til staðar fullnægjandi aðstaða til matar og hvíldar. Sjá reglugerð um daggæslu í heimahúsum .