Menningarstyrkur

Menningar- og safnanefnd Garðabæjar auglýsir tvisvar á ári eftir styrkjum til eflingar á menningarlífi í Garðabæ.

Menningar- og safnanefnd Garðabæjar auglýsir eftir umsóknum frá einstaklingum og félagasamtökum um styrk til eflingar á menningarlífi í Garðabæ. Umsóknarfrestur er til 1. október 2024. 

Markmiðið með menningarstyrkjum er að styðja við menningarstarfsemi í Garðabæ og styrkja einstaklinga og félagasamtök til lista- og menningarsköpunar.

Umsóknum skal skilað með rafrænum hætti í gegnum þjónustugátt á vefsíðu Garðabæjar fyrir 1. október. Reglur vegna úthlutunar styrkja má nálgast hérna. Athugið að á fundi bæjarráðs Garðabæjar þann 3. september var ákveðið að framlengja umsóknarfrestinum til 1. október.

Menningar- og safnanefnd fer yfir umsóknir og metur þær eftir markmiðum verkefna og hvernig þau nýtast til að efla fjölbreytt menningarlíf, bæjarbúum og listamönnum í Garðabæ til góðs í samræmi við menningarstefnu bæjarins.

Umsókn um styrk til menningarstarfsemi í Garðabæ má nálgast í gegnum þjónustugátt Garðabæjar.

Reglur vegna úthlutunar styrkja til menningarstarfsemi í Garðabæ

1. gr.

Menningar- og safnanefnd Garðabæjar auglýsir tvisvar á ári eftir styrkjum til eflingar á menningarlífi í Garðabæ. Umsóknafrestur er annarsvegar til 15. janúar og hins vegar 15. ágúst. Miðað er við að fyrri úthlutun sé lokið fyrir 1. mars en seinni skuli lokið fyrir 1. október.

2. gr.

Markmiðið með menningarstyrkjum er að styðja við menningarstarfsemi í Garðabæ og styrkja einstaklinga og félagasamtök til lista- og menningarsköpunar.

3. gr.

Listamenn, félagasamtök, stofnanir eða menningarviðburðir verða að tengjast Garðabæ með einhverjum hætti. Einstaklingar með lögheimili í bænum geta sótt um til að framkvæma viðburði eða annarskonar sköpun sem fer fram í Garðabæ. Almennt eru ekki veittir styrkir til útgáfu, ferðalaga, náms eða rekstrar. Ekki eru veittir styrkir til félagasamtaka eða aðila sem eru með samstarfssamning við Garðabæ.

4. gr.

Umsóknum skal skilað með rafrænum hætti í gegnum vefsíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Auk almennra upplýsinga þarf eftirfarandi að fylgja umsókn:

  • Markmið, lýsing og tilefni umsóknar
  • Styrkupphæð
  • Tíma- og verkáætlun
  • Önnur fjármögnun
  • Kostnaðaráætlun

5. gr.

Menningar- og safnanefnd metur umsóknir eftir markmiðum verkefna og hvernig þau nýtast til að efla fjölbreytt menningarlíf bæjarbúum og listamönnum í Garðabæ til góðs í samræmi við menningarstefnu bæjarins. Tekið er mið af raunhæfni verkefna, kostnaðaráætlun auk tíma- og verkáætlunar. Þá er fagleg hæfni aðstandenda metin og kallaðir til fagaðilar nefndinni til stuðnings þegar við á. Leitast er við að hafa ákveðna endurnýjun eða nýliðun styrkþega. Tilkynna skal öllum umsækjendum skriflega um niðurstöðu nefndar og hvenær úthlutun fer fram sé styrkur veittur. Styrkhöfum ber að skila greinagerð um ráðstöfun styrkfjár eigi síðar en ári eftir úthlutun. Hafi styrkhafi sótt um styrk að nýju án þess að hafa skilað inn slíkri greinargerð, vegna áður úthlutaðs styrks, áskilur nefndin sér að hafna umsókninni.

6. gr.

Þeir aðilar sem hljóta styrki frá Garðabæ skulu láta þess getið í kynningarefni sínu.

7. gr.

Bæjarstjórn Garðabæjar ákveður við gerð fjárhagsáætlunar árleg framlög til menningarstyrkja.

8. gr.

Gagnsæi og vönduð vinnubrögð skulu höfð að leiðarljósi við meðferð umsókna og úthlutun styrka. Þær umsóknir einar eru gildar sem berast innan umsóknarfrests. Menningar- og safnanefnd ber ábyrgð á meðferð og afgreiðslu styrkumsókna.

9. gr.

Nefndin áskilur sér rétt til að krefjast endurgreiðslu styrkja og rifta samningum komi ekki til verkefna sem styrkt voru eða ef um annan forsendubrest er um að ræða

Reglur þessar taka gildi 1. júní 2024. Samþykkt á fundi bæjarstjórnar Garðbæjar 15. febrúar 2024.