Neyðarstjórn Garðabæjar
Neyðarstjórn Garðabæjar hefur því hlutverki að gegna að samhæfa aðgerðir og grípa til neyðarráðstafana á hættustundu til að forgangsraða lögbundinni þjónustu og samfélagslega mikilvægri starfsemi. Ásamt því að tryggja almannaheill, lágmarka hugsanlegan samfélagslegan skaða og verja grunnstoðir í þjónustu sveitarfélagsins til að halda uppi nauðsynlegri starfsemi.
Neyðarstjórn er ætlað að styðja og styrkja aðgerðir einstakra sveitarfélaga með samræmingu, upplýsingum og boðleiðum. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu skipa neyðarstjórn með erindisbréfi sem skilgreinir hlutverk og tilgang neyðarstjórna og liggur sú skipan til grundvallar mönnun neyðarstjórnanna. Neyðarstjórnirnar starfa hvort sem er á hefðbundnum tímum og almannavarnatímum.
Hlutverk neyðarstjórna
Frumskylda Garðabæjar er að stuðla að öryggi og velferð íbúa bæjarins. Neyðarstjórn Garðabæjar hefur því hlutverki að gegna að samhæfa aðgerðir og grípa til neyðarráðstafana á hættustundu til að forgangsraða lögbundinni þjónustu og samfélagslega mikilvægri starfsemi. Ásamt því að tryggja almannaheill, lágmarka hugsanlegan samfélagslegan skaða og verja grunnstoðir í þjónustu sveitarfélagsins til að halda uppi nauðsynlegri starfsemi.Að öðru leyti helst stjórnskipulag sveitarfélagsins óbreytt og ber hver stjórnandi ábyrgð á sínum starfsvettvangi/sinni starfsstöð skv. hefðbundnu skipulagi.
Bæjarstjóri er formaður neyðarstjórnar Garðabæjar og er hún virkjuð á hættustundu samkvæmt ákvörðun formanns. Neyðarstjórn hefur heimild til að taka ákvarðanir og stofna til útgjalda umfram það sem segir í fjárhagsáætlun enda sé um slík tilfelli að ræða að afgreiðsla þeirra þoli enga bið.
Bæjarstjóri fer ásamt bæjarráði með framkvæmdastjórn Garðabæjar. Fagsvið, skrifstofur og fyrirtæki og stofnanir Garðabæjar bera hvert í sínu lagi ábyrgð á þeirri þjónustu sem þau veita. Bæjarráð veitir aðrar nauðsynlegar heimildir vegna sérstakra fjárútláta og er á hættustundu í viðbragðsstöðu þar sem nauðsynlegt getur verið að kalla til aukafundar.
Neyðarstjórn Garðabæjar starfar samkvæmt viðbragðsáætlunum og ber starfsmaður hennar ábyrgð á fundarboðun, undirbúningi funda og úrvinnslu í samráði við bæjarstjóra. Fundargerðir eru samþykktar af neyðarstjórn og lagðar fram í bæjarráði.
Í neyðarstjórn Garðabæjar 2022-2026 sitja eftirfarandi:
- Almar Guðmundsson bæjarstjóri, ábyrgðarmaður neyðarstjórnar Garðabæjar
- Lúðvík Örn Steinarsson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
- Svanhildur Þengilsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
- Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
- Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs
- Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri
- Hulda Hauksdóttir, deildarstjóri þjónustu og stafrænnar þróunar, starfsmaður neyðarstjórnar Garðabæjar
Varamenn í neyðarstjórn Garðabæjar:
- Inga Þóra Þórisdóttir mannauðsstjóri
- Lúðvík Hjalti Jónsson fjármálastjóri
- Egill Daði Gíslason deildarstjóri umhverfis og framkvæmda
- Kjartan Sævarsson deildarstjóri fasteigna
- Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi
- Vala Dröfn Hauksdóttir deildarstjóri tölvudeildar
Helstu samstarfsaðilar:
Starfsfólk almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins, aðrar neyðarstjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, ásamt öðrum stofnunum sem eiga við innan og utan sveitarfélags.Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu - AHS
Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær. Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær og Kjósarhreppur, standa að almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur umsjón með almannavarnanefndarstarfi á höfuðborgarsvæðinu fyrir hönd sveitarfélaganna. Starfsmenn almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins eru framkvæmdastjóri og deildarstjóri sem eru jafnframt starfsmenn SHS (slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins)
Sjá nánar um almannavarnir á vef SHS.