Stuðningsþjónusta

Markmið stuðningsþjónustu er að aðstoða og hæfa notendur sem þurfa aðstæðna sinna vegna á stuðningi að halda við athafnir daglegs lífs og/eða til þess að rjúfa félagslega einangrun

Stuðningsþjónusta

Þjónustumiðstöð Garðabæjar, Ísafold
Strikinu 3, 210 Garðabæ
Sími : 512-1500
Opið: 8:00 - 16:00 alla virka daga
Netfang: heimathjonusta@gardabaer.is

Markmið stuðningsþjónustu er að aðstoða og hæfa notendur sem þurfa aðstæðna sinna vegna á stuðningi að halda við athafnir daglegs lífs og/eða til þess að rjúfa félagslega einangrun.

Stuðningsþjónusta skal stefna að því að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi.

Áður en aðstoð er veitt skal sá aðili sem fer með stuðningsþjónustu meta þörf í hverju einstöku tilviki. Læknisvottorð skal liggja fyrir þegar um heilsufarsástæður er að ræða.

Eftir að umsókn um stuðningsþjónustu hefur borist hafa ráðgjafar samband og ákveða heimsókn til að meta í samráði við umsækjanda þörfina fyrir þjónustu. Þegar þjónustuþörf liggur fyrir fær umsækjandi upplýsingar um hvort og þá hvaða þjónusta er samþykkt í samræmi við niðurstöður á mati.

Greitt er fyrir stuðningsþjónustu samkvæmt gjaldskrá Garðabæjar.

Benda má á að fyrirtæki bjóða í vaxandi mæli upp á fjölbreytta þjónustu heim til fólks til viðbótar við þá þjónustu sem sveitarfélög veita.

Nánari upplýsingar

Þóra Gunnarsdóttir
Netfang; thoragunn@gardabaer.is
Sími: 512-1500

Umsókn um stuðningsþjónustu/heimaþjónustu 
Rafræn umsókn um stuðningsþjónustu/heimaþjónustu 
Gjaldskrá stuðningsþjónustu í Garðabæ (undir flokknum ,,Velferðarsvið")
Reglur um stuðningsþjónustu (undir flokknum ,,Félagsþjónusta") 

Matarþjónusta

Hádegismatur í Jónshúsi
Jónshús, félagsmiðstöð
Strikinu 6, 210 Garðabæ
Sími: 512 1501/ 512 1500
Opið: 9:30 – 16:00 alla virka daga

Heitur matur er seldur í hádeginu í Jónshúsi. matinn þarf að panta með dags fyrirvara í síma 512 1501. Greitt er fyrir mat í Jónshúsi samkvæmt gjaldskrá Garðabæjar.

Heimsendur matur
Félagsleg heimaþjónusta
Þjónustumiðstöð Garðabæjar, Ísafold
Strikinu 3, 210 Garðabæ
Sími: 512-1500
Opið: 8:00 – 16:00 alla virka daga

Heimsendur matur er ætlaður þeim sem af heilsufarsástæðum eiga erfitt með að annast matseld. Maturinn er sendur heim í hádeginu alla daga ársins og kemur í bökkum, tilbúinn til hitunar. Þjónustan er m.a. í boði tímabundið, t.d. ef fólk vill prófa matinn, fá heimsendan mat eftir spítaladvöl eða vegna veikinda á heimili. Eins er hægt að vera í fastri áskrift yfir lengri íma.

Hægt er að panta heimsendan mat á skrifstofu heimaþjónustu Garðabæjar á Ísafold eða í síma 512-1500. Greitt er fyrir heimsendan mat samkvæmt gjaldskrá Garðabæjar.