Félagsleg heimaþjónusta
Kost á félagslegri heimaþjónustu eiga þeir sem ekki geta hjálparlaust séð um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu
Kost á félagslegri heimaþjónustu eiga þeir sem ekki geta hjálparlaust séð um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu s.s. vegna fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar.
Félagsleg heimaþjónusta
Þjónustumiðstöð Garðabæjar, ÍsafoldStrikinu 3, 210 Garðabæ
Sími : 512-1500 / 512-1551 / 512-1552
Opið: 8:00 - 16:00 alla virka daga
Kost á félagslegri heimaþjónustu eiga þeir sem ekki geta hjálparlaust séð um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getur s.s. vegna fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar.
Félagsleg heimaþjónusta felst m.a. í aðstoð við heimilisþrif og innlit á heimili. Réttur til heimaþjónustu er bundinn því skilyrði að fyrir liggi einstaklingsbundið mat á þörf fyrir þjónustu. Umsókn um félagslega heimaþjónustu skal vera skrifleg og þurfa umsækjendur að skila viðeigandi upplýsingum með umsókn sinni ásamt læknisvottorði ef við á. Sjá umsóknareyðublað hér að neðan.
Eftir að umsókn hefur borist félagslegri heimaþjónustu hefur starfsfólk samband og ákveður heimsókn til að meta í samráði við umsækjanda þörfina fyrir þjónustu. Þegar mat liggur fyrir fær umsækjandi upplýsingar um hvort og þá hvaða þjónusta er samþykkt í samræmi við niðurstöður á mati. Í framhaldinu er gengið frá þjónustusamningi þar sem nánar er tilekið hvaða verkefni starfsmaður skuli inna af hendi.
Greitt er fyrir félagslega heimaþjónustu samkvæmt gjaldskrá Garðabæjar. Fyrirtæki bjóða í vaxandi mæli upp á fjölbreytta þjónustu heim til fólks til viðbótar við þá þjónustu sem sveitarfélög veita.
Nánari upplýsingar
Margrét Hjaltested,
félagsráðgjafi, forstöðumaður félagslegrar heimaþjónustu
Þjónustumiðstöð Garðabæjar, Ísafold
Sími: 512-1551 / 512-1500
Netfang: margrethj@gardabaer.is
Hjörtfríður Guðlaugsdóttir, yfirþroskaþjálfi,
Liðveisla, frekari liðveisla, félagsleg heimaþjónusta
Þjónustumiðstöð Garðabæjar, Ísafold
Sími: 512-1552
/ 512-1500
Netfang: hjortfridurgu@gardabaer.is
Umsókn um félagslega heimaþjónustu.
Rafræn
umsókn um félagslega heimaþjónustu
Gjaldskrá
heimaþjónustu.
Reglur um
heimaþjónustu.
Matarþjónusta
Hádegismatur í Jónshúsi
Jónshús, félagsmiðstöð
Strikinu 6, 210 Garðabæ
Sími: 512 1501/ 512 1500
Opið: 9:30 – 16:00 alla virka daga
Heitur matur er seldur í hádeginu í Jónshúsi. matinn þarf að panta með dags fyrirvara í síma 512 1501. Greitt er fyrir mat í Jónshúsi samkvæmt gjaldskrá Garðabæjar.
Heimsendur maturFélagsleg heimaþjónusta
Þjónustumiðstöð Garðabæjar, Ísafold
Strikinu 3, 210 Garðabæ
Sími: 512-1500 / 512-1552 / 512-1551
Opið: 8:00 – 16:00 alla virka daga
Heimsendur matur er ætlaður þeim sem af heilsufarsástæðum eiga erfitt með að annast matseld. Maturinn er sendur heim í hádeginu alla daga ársins og kemur í bökkum, tilbúinn til hitunar. Þjónustan er m.a. í boði tímabundið, t.d. ef fólk vill prófa matinn, fá heimsendan mat eftir spítaladvöl eða vegna veikinda á heimili. Eins er hægt að vera í fastri áskrift yfir lengri íma.
Hægt er að panta heimsendan mat á skrifstofu heimaþjónustu Garðabæjar á Ísafold eða í síma 512-1500 / 512-1552 / 512 1551. Greitt er fyrir heimsendan mat samkvæmt gjaldskrá Garðabæjar.