Menning í Garðabæ - rafrænt efni
Menningarviðburðir sem Garðabær býður öllum að njóta heima í stofu.
Tónlist, hönnun, rannsóknir, bæjarlistamenn, myndlist, bókmenntir, handverk og arkitektúr í Garðabæ eru efni þáttanna sem eru birtir á vimeo-rás Garðabæjar.
Vegna Covid var ekki hægt að halda úti menningarstarfi með hefðbundnum hætti síðastliðið ár og menningin því færð inn á heimili íbúa með rafrænum hætti þetta árið. Efnið var að mestu tekið upp haustið 2020 og nýr þáttur var birtur vikulega á haustönn 2020 á vimeorásinni og deilt á fésbókarsíðu Garðabæjar.
Meðal efnis sem er aðgengilegt á menningarrásinni:
17. júní 2021
Hátíðarávörp og skautun fjallkonu 17. júní 2021.Gunnar Valur Gíslason, formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar býður fólk velkomið á hátíðarhöld bæjarins. Björg Fenger, forseti bæjarstjórnar, flytur hátíðarávarp.
Skautun fjallkonu í búning Kvenfélags Álftaness og Kvenfélags Garðabæjar. Ljóðalestur fjallkonu Garðabæjar.
Skautun fjallkonu Garðabæjar ásamt hátíðaávörpum:
Hátíðarávörp - skautun fjallkonu Garðabæjar.
Skautun fjallkonu Garðabæjar 2021:
Skautun fjallkonu Garðabæjar.
Aðventudagskrá 2020
Guðfinna Dóra og söngelska fjölskyldan hennar. Hátíðleg jólalög sungin af Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur ásamt eiginmanni hennar Rúnari Einarssyni og börnum þeirra Hallveigu, Hildigunni, Ólafi og Þorbirni. Barnabörnin Finnur, Freyja, Fífa, Brynhildur Ruth, Þorgerður María og Ragnheiður Dóra koma einnig fram. Tekið upp í Vídalínskirkju í desember 2020.
Guðfinna Dóra
Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran og bæjarlistamaður Garðabæjar 2013, ásamt góðum gestum. Íslensk lög í jazzútsetningum, lög eftir Tryggva M. Baldvinsson m.a. við ljóð Þórarins Eldjárn og aríur eftir Puccini og Mozart. Með Ingibjörgu leikur á píanó Ástríður Alda Sigurðardóttir, á klarinettu Ármann Helgason og á rafgítar Ómar Guðjónsson og saxófón Óskar Guðjónsson. Upptakan var gerð í Tónlistarskóla Garðabæjar.
Ljósin á jólatré á Garðatorgi tendruð og fleira fjör fyrir fjölskylduna í upphafi aðventu. Föndur, jólasveinafjör, Grýla og Leppalúði, söngstund í Króki.
Aðventuþáttur
Rithöfundaspjall Bókasafns Garðabæjar tekið upp í nóvember 2020. Auður Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur stjórnar rithöfundaspjalli en Vilborg Davíðsdóttir kynnir bók sína "Undir Yggdrasil", Gunnar Þór Bjarnason segir frá og les úr bók sinni "Spænska veikin, Katrín Júlíusdóttir les úr fyrstu skáldsögu sinni "Sykur" og Hallgrímur Helgason les úr og segir frá ljóðabókinni "Við skjótum títuprjónum".
Listamenn sem tengjast bænum
Bjarni Thor Kristinsson, óperusöngvari og bæjarlistamaður Garðabæjar 2020, syngur uppáhalds lögin sín. Á Sprengisandi, Tondeleo og aría Sarastro úr Töfraflautu Mozarts eru meðal uppáhaldslaga Bjarna Thors sem er bæjarlistamaður Garðabæjar 2020. Upptakan fór fram í Kirkjuhvoli Vídalínskirkju og með Bjarna Thor leikur Ástríður Alda Sigurðardóttir á píanó.
Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur og bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2001, fer með áhorfendur í sögugöngu og les valda kafla úr bókum sínum.
Hugljúfir tónleikar með þeim hjónum Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur og Davíð Sigurgeirssyni en þau eru bæjarbúum að góðu kunn úr starfi í Vídalínskirkju þar sem þau stjórna kórum o.fl.
Jóhanna Guðrún og Davíð á hugljúfum nótum
Bjarni Bjarnason, rithöfundur og bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2019 segir frá hvernig rithöfundar fá hugmyndir að skáldsögum og hvernig sögulegar heimildir eru notaðar.
Sigurður Flosason, Kristjana Stefánsdóttir, Ómar Guðjónsson, Einar Scheving og Þorgrímur Jónsson.
Jazzstund í Sveinatungu
Hönnunarsafn Íslands og útilistaverk í bænum
Einnig má finna upptöku af leiðsögn um valin útilistaverk Garðabæjar, fuglasmiðju úr Hönnunarsafni Íslands, leiðsögn um Hönnunarsafnið og sýninguna 100% ULL, fyrirlestur Godds í Hönnunarsafninu á menningarrás Garðabæjar á Vimeo.