Breeam vottaðar skipulagsáætlanir
Gæði byggðar og umhverfis
Garðabær leggur áherslu á gæði byggðar og umhverfis í allri skipulagsvinnu. Í Garðabæ eru tvö hverfi með Breeam vottaðar skipulagsáætlanir; Urriðaholt og Vífilsstaðir (Vetrarmýri og Hnoðraholt norður), auk þess sem skipulagsvinna fyrir Arnarland fer í gegnum Breeam vottunarferli.
Breeam er vottunar aðferð sem tekur tillit til allra þátta sjálfbærni; umhverfis, samfélagi og efnahag. Rammi fyrir samþættingu helstu atriða sem horfa þarf til við skipulagsgerð.
Breeam flokkar skiptast í;
- Samráð og stjórnun,
- Félagsleg og efnahagsleg velferð,
- Auðlindir og orka,
- Landnotkun og vistfræði,
- Samgöngur og aðgengi.
Urriðaholt Breeam vottun - https://urridaholt.is/
Vífilsstaðaland Breeam vottun; Vetrarmýri og Hnoðraholt norður
- Skipulagsáætlanir eru aðgengilegar á vef Skipulagsstofnunar: https://www.map.is/skipulag/
- Umgengnisreglur á byggingarstað.
- Umhverfisáherslur á skipulagssvæði. Yfirlit og leiðbeiningar fyrir hönnuði og verktaka.
- Úrgangsstjórnunarstefna
Fyrirspurnir varðandi Breeam vottaðar skipulagsáætlanir í Garðabæ skulu berast á netfangið skipulag@gardabaer.is