Álagning gjalda árið 2020

1. Útsvar

Álagningargjaldstig útsvars á tekjur manna á árinu 2020 er 13,7%.  

2. Fasteignagjöld

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt eftirfarandi reglur við álagningu fasteignagjalda á árinu 2020:   

  Íbúðarhúsnæði Atvinnuhúsnæði / Aðrar Fasteignir
Fasteignaskattur  0,185% af fasteignamati íbúða og íbúðarhúsa ásamt lóðarrétt. 1,59% af fasteignamati
(1,32% af fasteignamati fyrir sjúkrastofnanir, skóla, heimavistir, leikskóla, íþróttahús og bókasöfn.)
           
Lóðarleiga 0,4% af fasteignamati lóðar 1,0% af fasteignamati lóðar 

Sorphirðugjald 

 

31.000 kr. á íbúð 

 
Vatnsgjald

0,095% af fasteignamati húsa og lóðarréttinda

Vatnsgjald á Álftanesi skv. gjaldskrá OR.

0,095% af fasteignamati húsa og lóðarréttinda Holræsa- og rotþróargjöld 

0,10% af fasteignamati húsa ásamt lóðarréttindum

Á Álftanesi er rotþróargjald 30.400 kr.

0,10% af fasteignamati húsa ásamt lóðarréttindum 
Taðþróargjald   310.700 kr. á hvert hesthús. 
Sjá gjaldskrá
             

Elli- og örorkulífeyrisþegar fá afslátt af fasteignaskatti og holræsagjaldi skv. viðmiðunarfjárhæðum sem bæjarráð hefur samþykkt.  Bæjarráð Garðabæjar samþykkti eftirfarandi afslætti á fundi sínum 7. janúar 2020:

Einstaklingar: 

Einstaklingar með tekjur árið 2018 allt að kr. 5.400.000 greiða ekki fasteignaskatt og holræsagjald. 
Afsláttur lækkar um 1% við hækkun tekna um kr. 5.000 og fellur niður ef tekjur fara yfir kr. 5.900.000. (Ath. að fjármagnstekjur falla undir tekjur).

Hjón: 

Hjón með tekjur árið 2018 allt að kr. 6.890.000 greiða ekki fasteignaskatt og holræsagjald. 
Afsláttur lækkar um 1% við hækkun tekna um kr. 13.000 og fellur niður ef tekjur fara yfir kr. 8.190.000. (Ath. að fjármagnstekjur falla undir tekjur). Ekki þarf að sækja um lækkunina. 

Gjalddagar:

Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2020 verða 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september og 15. október.

Í þeim tilvikum sem fasteignagjöld ársins eru 25.000 kr eða lægri er einn gjalddagi 15. apríl 2020.

ATH - ráðstöfun vegna COVID-19:  Eftirstöðvum ógjaldfallinna fasteignaskatta og fasteignagjalda ársins fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði verður dreift á mánuðina apríl/maí til desember og gjalddagi fasteignagjalda sem var í apríl (eindagi 15. maí) færðist til 15 maí 2020 (eindagi 15. júní). Þetta er gert til þess að létta undir með þeim aðilum sem nú þegar hafa fundið fyrir eða munu finna fyrir tekjufalli vegna þeirra efnahags aðstæðna sem nú ríkja.  

Athugið að álagningarseðlar verða ekki sendir út á pappírsformi.  Hægt er að óska eftir að fá greiðsluseðil sendan heim. 

 

Upplýsingar og aðstoð:

Þjónustuver Garðabæjar og innheimtudeild í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg veita nánari upplýsingar varðandi álagningu gjaldanna í síma 525 8500. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið gardabaer@gardabaer.is