Tákn með tali -orðabók
Orðabókin varð til í vinnu talmeinafræðinga í Garðabæ á árunum 2010-2013. Hugmyndin var að börn af erlendum uppruna fengju hana afhenta þegar þau byrjuðu í leikskóla.
Hver síða er með orði á íslensku, mynd og tákni (TMT) og plássi fyrir orðið á móðurmáli barnsins. Ætlunin var að foreldrar væru með í að velja orð fyrir barnið og skrifuðu orðið á sínu móðurmáli á lausan miða sem settur var í plastvasa síðunnar.
Sérkennslustjórar leikskólanna í Garðabæ aðstoðuðu við val á orðum sem talin voru mikilvægust fyrir leikskólabarn að hafa á valdi sínu í byrjun. Um 110 orð eru í fyrsta pakkanum og hvert barn safnaði í orðabók á sínum hraða.
Einn starfsmaður leikskólans var valinn tengiliður fyrir barnið og hafði hann umsjón með orðabókinni, vann með foreldrum að því að hún væri uppfærð reglulega og væri alltaf aðgengileg fyrir barnið og notuð daglega með því í leikskólanum. Oft fóru börn með bókina heim um helgar, sum jafnvel daglega. Sumir foreldrar nýttu sér einnig bókina til íslenskunáms. Bestur árangur varð þar sem bókinni var gert hátt undir höfði sem hjálpargagn barnsins og hún höfð í daglegri notkun.
Að bókinni unnu talmeinafræðingarnir Gréta Pálsdóttir pg Stella Hermannsdóttir.
Leiðbeiningar með Tákn með tali - orðabókum