Frístundaheimili grunnskóla
Í frístundaheimilum skólanna gefst nemendum skólanna kostur á að taka þátt í ýmis konar leik og starfi. Bæjarstjórn hefur samþykkt ramma um starfsemi frístundaheimila sem starfsemi þeirra allra fellur inn í þótt áherslur geti verið ólíkar.
Starfstími frístundaheimila er alla skóladaga frá því að reglulegri kennslu samkvæmt stundaskrá lýkur til kl. 17:00. Opið á starfsdögum kennara og í vetrarfríi. Að öðru leyti er opið eins og skóladagatal sýnir, nema annað sé tilkynnt.
Gjaldskrá frístundaheimila má finna hér undir Fræðslu- og menningarsvið
Umsókn um frístundaheimili er aðgengileg í gegnum þjónustugátt Garðabæjar (tenging þaðan yfir í Völu frístundakerfið)